Mannauður 3.8.2

Kunnáttu bætt í listann hæfni

APPAIL-2735

Kunnáttu var bætt við listann hæfni þannig að nú sést í listanum hver kunnáta starfsmanns er á viðkomandi hæfni í lista. 

Eyða starfsmanni - skilaboð um hvort vilji örugglega eyða

APPAIL-2901

Núna þegar starfsmanni er eytt úr Kjarna í listanum 'Starfsmenn'  þá koma skilaboð um hvort vilji örugglega eyða starfsmanni. Eyðir kerfið þá öllum þeim spjöldum sem skráð eru á starfsmanninn. Ekki er hægt að eyða starfsmanni ef skráð hafa verið laun á hann og koma þá skilaboð þess efnis.

Skipurit í hliðarvalmynd birtir ekki hætta starfsmenn

APPAIL-2482

Skipurit í hliðarvalmynd birtir nú ekki lengur hætta starfsmenn. 

Aðgerðum bætt við í hliðarvalmynd

APPAIL-2466

Aðgerðum fyrir fasta liði, reikniliði og reiknihópa bætt í hliðarvalmyndina undir Kjarni > Mannauður.

Nýjum lista fyrir formbréf bætt við

APPAIL-3033

Listinn Formbréf - grunnur var útbúinn og bætt við undir Kjarni → Skýrslur.  Listinn er samskonar og listinn Ráðningarsamningur nema Formbréf - grunnur inniheldur ekki launaupphæð starfsmanns. Þessi listi er því hugsaður fyrir þá sem ekki hafa aðgang að launaupplýsingum.   

Ekki hægt að skrá sama notendanafn á fleiri en einn starfsmann í spjaldinu Starfsmaður

APPAIL-717

Breyting var gerð að núna er ekki hægt að skrá sama notendanafn á fleiri en einn starfsmann í starfsmannaspjaldinu.

Stofna stöðu beint úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis og almennt í leitarlistum

APPAIL-3054

Nú hefur verið bætt við þeirri virkni að hægt er að stofna stöðu beint úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þegar smellt er á velja stöðu í spjaldinu birtist listi yfir allar stöður í fyrirtækinu. Úr þeim lista er nú hægt að stofna beint nýja stöðu í stað þess að þurfa að fara úr listanum, loka spjaldinu og inn listann aftur í gegnum Kjarni → Stofnskrár → Stöður. Sömu virkni hefur verið bætt við í öllum sambærilegum aðgerðum þar sem leitarskipanir eru keyrðar ofan á lista.