Ráðningar 3.8.2
Hægt að bæta mörgum spurningasniðmátum í einu inn í auglýsingu
Hægt var að bæta mörgum spurningum í einu inn í auglýsingu en spurningasniðmátum þurfti að bæta inn einu í einu. Nú hefur því verið bætt við að hægt sé að bæta mörgum sniðmátum í einu inn í auglýsingu. Ctrl hnappinum er haldið inni þegar sniðmátin eru valin.
Vista hnappurinn í stofna/breyta auglýsingu tekinn út
Í glugganum þar sem auglýsing er stofnuð eða henni breytt var vista hnappur sem ekki var virkur. Hnappurinn var því tekinn úr glugganum svo notendur lendi ekki í því að halda að þeir séu búnir að vista en í raun er kerfi ekki búið að vista breytingarnar sem gerðar voru.
Stofnað þann hefur verið bætt inn í listann Auglýsingasvör
APPAIL-3127
Svæðinu Stofnað þann hefur verið bætt við listann Auglýsingasvör þannig að hægt sé að sjá hvenær viðkomandi umsókn barst.
Senda viðhengi - listinn í stafrófsröð
APPAIL-2496
Búið er að raða listanum yfir tegundir viðhengja í stafrófsröð þegar verið er að senda viðhengi umsækjenda.
Mismunandi staðfestingarbréf eftir auglýsingum
Nú er hægt að hafa mismunandi staðfestingarbréf eftir auglýsingum. Þannig er hægt að hafa eitt almennt staðfestingarbréf og síðan sérsniðin bréf eftir hverri og einni auglýsingu. Sjá nánar hér: Stofnspjad auglýsingar
Hægt að draga til svæði á upphafsvalmynd ráðninga
APPAIL-3233
Á upphafsvalmynd ráðninga birtast nýjustu auglýsingar og nýjustu umsóknir. Þessir listar eru oft mislangir og nú er hægt að stækka þessi svæði með því að smella með músinni á puntalínuna á milli þeirra, halda henni inni og draga línuna til þannig að annar listinn stækki og hinn minnki.
Aðgreining á tékkboxsvæði og textasvæði á umsóknavef
APPAIL-3168
Sett hefur verið inn tákn í hægra horn tékkboxsvæða á umsóknavef til að aðgreina þau frá frjálsum textasvæðum. Áður var ekkert tákn og þá litu þau alveg eins út og frjáls texasvæði þar til smellt hafði verið í reitinn og listinn sem hægt er að haka við kom upp.