/
Laun 25.2.1

Laun 25.2.1

Fastir liðir - Tab á milli virkra svæða í spjaldi

APPAIL-10884

Nú er hægt að ferðast um virk skráningarsvæði í spjaldinu Fastir liðir með Tab takkanum.

Sækja fasta launaliði - Lagfæra valskjá

APPAIL-11057

Í valskjánum fyrir fasta liði hefur verið bætt við þremur punktum til leitar í svæðunum “GR. form launamanns” og “Tímabil launaliðar”.

Launatöflur - Bæta við möguleika að geta falið launatöflur í áætlun

APPAIL-10420

Nýju svæði hefur verið bætt við undir tækjaslá launataflna þar sem hægt er að sía á launatöflur launa og áætlunar. Sjálfgefið opnast launatöflurnar með enga síu þannig að bæði launa- og áætlunar töflur birtast. Ef síað er á launatöflur af tegundinni Laun þá helst sían inni næst þegar launatöflur eru opnaðar.

Nýtt svæði á launaliði “Flokkun fyrir skýrslugjöf”

APPAIL-11303

Nýtt svæði er komið á launaliði undir flipanum Greining. Svæðið heitir “Flokkun fyrir skýrslugjöf” og er ætlað fyrir skýrslur eins og PowerBI til að auðvelda flokkun á Grunnlaunum, orlofi og veikindum.

Villa í bunkainnlestri - Fann ekki upphæð fyrir launalið í launatöflu

APPAIL-11276

Ef launaliður var tengdur á annan launalið í launatöflu þá var sá launaliður að lenda á villu í bunkainnlestri. Þetta hefur verið lagfært og upphæðr sóttar í launatöflu fyrir skilgreindan launalið.