Afrita áætlun

Til að afrita gögn úr einni áætlun í aðra þarf að byrja á því að stofna nýja áætlun.

Svo hægt sé að afrita áætlun þarf að vera orðið afrit  í einkenninu. 

Áætlun er stofnuð á sama hátt og áður, einkenni er skráð 2 og ýtt á tab.

Þegar nafn á áætlun er komið í svæði, þá er textanum afrit bætt inn aftan við heitið.


Þegar búið er að stofna áætlun er smellt á hnappinn Afrita áætlun í áætlunarhringnum. Þá kemur upp valskjár þar sem forsendur afritunar eru settar inn.