Starfsmaður getur ekki skráð sig inn á starfsmannavef.

Ef starfsmaður getur ekki skráð sig inn á starfsmannavef þá þarf að ganga úr skugga um að eftirfarandi atriði séu í lagi:

  1. Starfsmaður sé til sem notandi í Kjarna
  2. Starfsmannavefshlutverk sé skráð á notandann
  3. Notandanafn starfsmanns sé skráð á starfsmanninn í spjaldinu Starfsmaður
  4. Starfsmaður og notandi séu tengdir saman í töflunni EmployeeXapUser sem aðgengileg er með því að slá inn skipunina EmployeeXapUser.List inn í skipanalínuna neðst í vinstra horni Kjarna og smella á enter. 
  5. Athuga dagsetningar í spjöldunum Starfsmaður og Launamaður. Þessi spjöld verða að vera í gildi.
  6. Ef starfsmaður ætlar að notast við Windows innskráningu fyrir starfsmannvefinn þarf notandanafn starfsmanns í Kjarna að passa við Windows notandanafn starfsmannsins.

Ef eitthvað af ofangreindum atriðum vantar þá þarf að lagfæra það og keyra svo skipunina QdataUserGlobals.Clear. Upp kemur gluggi eins og sá hér að neðan. Þar er smellt á Áfram og eftir það ætti viðkomandi notandi að geta skráð sig inn á starfsmannavefinn. 




Skyldar greinar