Kerfisvalmynd

Flestar stillingar í kerfinu eru framkvæmdar í gegnum tækjastiku efst í kerfinu.

Ef smellt er á stækkunargler efst í hægra horni er hægt að komast í leitarglugga sem leitar að skýrlsum og aðgerðum sem finna má í hliðarvali. Um leið og byrjað er að slá inn texta koma upp tillögur að svæðum.

Með því að smella á línu kemst maður beint á þann stað sem smellt er á. Hægt er ýta á dálka [][][] til að sjá skipunina og flokkinn sem skipunin tilheyrir.


Í tækjastiku er  einnig að finna ýmsar aðgerðir sem yfirleitt eru framkvæmdar af Admin notendum. Efst í vinstra horninu í kerfinu eru fjórir flipar, og þar er að finna flipann HeimAðgerðir, Stillingar og Gluggar. 

Þar undir eru framkvæmdar ýmsar aðgerðir og stillingar. Notendum er ráðlagt að eiga ekki við stillingar nema í samráði við ráðgjafa Origo.

Aðgerðir


Starfsmenn  Fyrsti hluti Aðgerða snýr að starfsmönnum. Hér er hægt að endurreikna viðmið ef dagsetningum er breytt í Kjarna.

Hér er líka tenging við Þjóðskrá til að uppfæra heimilisföng starfsmanna.

Hægt er að sannreyna bankreikninga virkra starfsmann ef viðskiptavinur er með tengingu við Bankamiðju Origo

Hér eru einnig aðgerðir til að stofna starfsmenn í ytri kerfum eins og AX og DK

Í samræmi við ný GDPR lög er hér aðgerð til að eyða öllum starfsmannaupplýsingum um valinn starfsmann. Einnig hægt að reikna eldri starfsaldur og telja greidd stöðugildi.

Notendur Hér eru notendur stofnaðir, hægt að breyta netfangi notanda, hægt að eyða ranglega stofnuðum notanda og svo er listi yfir alla notendur.

Laun  Í þeim tilvikum þar sem vetrarorlof er uppsett, er hér aðgerð til að leiðrétta vetrarorlofið.

Prentun  Hér eru tvær aðgerðir, annars vegar til að tengja skýrslu við prentara og hins vegar til að prenta aðgangskort.

Active Directory  Þeir viðskiptavinir sem eru með tengingu milli Kjarna og ActiveDirectory stilla tenginguna undir þessum flipa. Stillingarnar eru settar inn í samráði við ráðgjafa Origo.

Eloomi Þeir viðskiptavinir sem eru með tengingu milli Kjarna og Eloomi stilla tenginguna undir þessum flipa. Stillingarnar eru settar inn í samráði við ráðgjafa Origo.

Kerfi Undir kerfi er hægt að loka opnum gluggum, fara í hjálp og loka kerfinu.


Stillingar


Skrár Undir þessum flipa eru m.a. gildi stillt.

Aðgangur Undir þessum flipa er aðgangsstýringar í kerfinu. Hér eru stofnuð aðgangshlutverk.

Stillitöflur Hér eru settar inn stillingar fyrir vefgildi, samþykki og styrki.

Valmyndir Undir þessum flipa eru stjórnborð og valmyndir stilltar og hannaðar.

Kerfi Undir kerfi er hægt að loka opnum gluggum, fara í hjálp og loka kerfinu.


Heim


Flipinn Heim er alltaf aðgengilegur á skjánum. Ef fliparnir Aðgerðir, Stillingar eða Gluggar eru valdir þá eru aðgerðirnar sem eru í boði í flipanum Heim (Kerfi) alltaf í boði aftast í tækjastikunni. Hjálpin er linkur á handbókina fyrir Kjarna á netinu.

Gluggar


Undir þessum flipa er hægt að skipta um liti á Kjarna og velja um hvort listar opnist í flipum, lóðrétt, lárétt eða í gluggum.