Starfsmannavefur 19.4.1

Staðsetning birtist ekki þegar starfsmaður skráir á sig námskeið ef tómur valmöguleiki er til fyrir staðsetningu

APPAIL-6026

Ef tómur valmöguleiki var til fyrir staðsetningu undir kerfishlutanum Fræðsla var staðsetning ekki að birtast þegar starfsmaður skráði á sig námskeið undir Mínar upplýsingar. Þetta hefur verið lagað.

Aðgangur ekki leyfður að hengja skjal við Samþykki á stöðluðu hlutverki fyrir starfsmannavefinn

APPAIL-6057

Ef starfsmenn voru með staðlað hlutverk fyrir starfsmannavefinn höfðu þeir ekki aðgang til að hengja skjal við Samþykki. Þetta hefur verið lagað. Athugið að það getur þurft að bæta við skjalategund í hlutverkið fyrir starfsmannavefinn. Ef þið óskið eftir breytingu á hlutverkinu fyrir starfsmannavefinn þarf að senda beiðni á service@origo.is

Starfsmannaleit ekki að skila öllum niðurstöðum þegar leitað er eftir hæfni

APPAIL-6056

Ef leitað var eftir hæfni var starfsmannaleitin ekki að skila öllum niðurstöðum. Þetta hefur verið lagað.