Teria - Mötuneytislausn

Hér fyrir neðan eru einfaldar leiðbeiningar fyrir fyrstu útgáfu af Teriu - Mötuneytislausn.

Þegar kerfið er opnað birtist hliðarvalmynd kerfisins vinstra megin á síðunni en þar má komast í allar helstu aðgerðir kerfisins.

 

 

Mælaborð

Sýnir yfirlit yfir seldar vörur undanfarna mánuði. Þar er bæði hægt að skoða ákveðin mötuneyti, kaffihús og sjá hvaða vörur hafa verið mest seldar.

Hægt er að sjá söluhæstu vörur eftir sölustað, sölu út frá ráðningarmerkingu, vörusölu pr. mánuð eða pr. dag.

 

Notendur

Hér eru starfsmenn frá Kjarna fluttir yfir í Teriu með því að smella á “Samstilla” hnappinn. Aðgerðin gerir tvennt:

a) Stofnar alla nýja starfsmenn í Kjarna sem notendur í Teriu og gerir þeim kleift að versla í sölustöðum kerfisins.

b) Uppfærir starfsmenn sem hafa skráð sig í eða úr mataráskrift.

Til upplýsinga sést hér hvort starfsmaður sé skráður með launaliðinn Mataráskrift eða sambærilegt í spjaldinu Fastir launaliðir í Kjarna. Ef starfsmaður er með skráða færslu í Fastir launaliðir í Kjarna kemur hak í Í áskrift í Teriu.

 

Undir Verktakar / Aðrir notendur er hægt að stofna verktaka í kerfið sem ekki eru til í Kjarna. Þá geta verktakar keypt stakar máltíðir í kerfinu þrátt fyrir að vera ekki skráðir í Kjarna.

 

 

Vörur

Undir Vörur er vörum í kerfinu stjórnað. Hér er bæði hægt að stofna nýjar vörur, breyta eldri vörum eða eyða vörum.

Til að stofna nýja vöru er smellt á Stofna.

 

Lýsing: Nafnið á vörunni

Verð: Verð á vöru (ef vara er áskriftarvara þarf að setja 0 í Price)

Fyrirtæki:

Birting vöru á skjá: Hakað við hér ef birta á þessa vöru á skjá í mötuneyti / kaffihúsi

Áskriftarvara: Ef varan er áskriftarvara eins og t.d. áskrift í mötuneyti

Birta: Hvort vara eigi að vera í birtingu

Kostnaðarstöð: Ef skrifa má vöru á kostnaðarstöð starfsmanns

Má velja magn: Ef kaupa má fleiri en eitt stk. af vöru í einu

Starfsmannavara: Eingöngu starfsmenn mega kaupa þessa vöru

Verktakavara: Eingöngu verktakar mega kaupa þessa vöru

 

Matseðlar

Hægt er að setja matseðla inn í kerfið og þá birtast þeir á forsíðu mötuneytisins. Ekki verður farið frekar í þá virkni hér.

 

Sölustaður

Hér eru sölustaðir stofnaðir og vörur settar á sölustaði.

Til að stofna sölustað er skráð inn nafn á sölustaðnum og valin tegund (annaðhvort kaffihús eða mötuneyti)

 

Sölustaðirnir birtast vinstra megin á skjánum. Þar er hægt að velja um mötuneyti eða kaffihús.

Til að setja vöru á sölustað er smellt á “Vörur” og varan valin inn á sölustaðinn.

Þegar smellt er á “Fara til” opnast viðkomandi sölustaður eins og hann birtist starfsmönnum á hverjum tíma.

 

 

Launaskráning

Hér má sjá yfirlit yfir allar færslur í kerfinu ásamt því að flytja þær yfir í Kjarna til frádráttar. Hér er einnig hægt að eyða færslu ef hún er ranglega skráð á starfsmann.

Til að flytja skráningar í Kjarna er smellt á hnappinn Flytja undir “Flytja gögn til Kjarna”. Allar ómerktar færslur í kerfinu flytjast þá í bunka innlestur í Kjarna. (Sjá nánar hér)

Hér er líka hægt að taka út í Excel skrá lista yfir færslur sem hafa verið skráðar á kostnaðarstöðvar eða á verktaka sem hægt er að senda í bókhald fyrir reikningagerð. Þegar smellt er á Kostnaðarstöð eða Fyrir verktaka spyr kerfið hvort að merkja eigi færslur sem fluttar eru í skrá. Merkja færslur þýðir að færslan kemur ekki aftur upp í lista ef listarnir eru aftur teknir út.

Undir Bunkar má sjá þá bunka sem hafa verið fluttir yfir í Kjarna.

 

 

Kostnaðarstöðvar

Hér eru kostnaðarstöðvar annaðhvort stofnaðar eða sóttar úr Kjarna. Kostnaðarstöðvar eru t.d. notaðar þegar fólk er að bjóða viðskiptavinum í mat og maturinn á að kostnaðarfærast á deild viðkomandi starfsmanns.