Starfsmannavefur 3.8.9.2
Starfsmannamyndir í leit
Starfsmannamyndir voru ekki að birtast í leit á starfsmannavefnum. Þetta hefur nú verið lagað.
Ytri hlekkir á starfsmannavef
Nú er hægt að setja inn á starfsmannavefinn hlekki yfir á aðrar vefsíður. Vinsamlega sendið póst á service@applicon.is ef þið óskið eftir aðstoð ráðgjafa við að bæta inn slíkum hlekkjum.
Breytingar tengt innskráningu notenda á starfsmannavef
Gera þurfti breytingar á innskráningu notenda á starfsmannavef þannig að ekki sé horft á það notandanafn sem skráð er á starfsmann í spjaldinu Starfsmaður heldur sé horft á tengingu starfsmanns og notanda í EmployeeXapUser.List. Það er hægt að nálgast þennan lista með því að slá skipunina inn í skipanalínuna neðst í vinsta horni Kjarna og smella svo á enter.
Þegar nýr starfsmaður er stofnaður í Kjarna og notandanafnið hans hefur verið skráð á hann í spjaldið Starfsmaður þá stofnast sjálfkrafa færsla í þetta spjald. Ef notandanafn er aftur á móti skráð á starfsmann eftir að hann hefur verið stofnaður sem notandi í Kjarna þá þarf að bæta inn færslu í EmployeeXapUser.List þar sem tengdir eru saman viðkomandi notandi og starfsmaður.
Ef einhver notandi, sem áður komst inn á starfsmannavefinn, kemst ekki inn á hann efir þessa útgáfu af Kjarna þá þarf að bæta inn fyrir hann færslu í EmployeeXapUser.List.