Starfsmannavefur 3.9.1
Esc lokar glugga
Bætt hefur verið inn að Esc hnappurinn lokar glugga sem opnast við stofnun eða viðhald á upplýsingum, s.s. menntun, réttindum og upplýsingum um börn.
Starfsmanna- og launamannanúmer á starfsmannavef
Starfsmanna- og launamannanúmeri starfsmanns hefur verið bætt við starfsmannavefinn. Starfsmannanúmerið birtist með grunnupplýsingum starfsmannsins og launamannanúmerið með skipuritstengdum upplýsingum. Hægt er að fela annað hvort eða bæði þessi númer. Það er gert með því að setja eftirfarandi stillingar inn í Vefgildi sem eru aðgengileg undir flipanum Aðgerðir í kerfisvalmynd Kjarna.
- Fela starfsmannanúmer: Employee.Web.Hide.EmployeeMaster.EmployeeMasterID = true.
- Fela launamannanúmer: Employee.Web.Hide.EmployeeDetailOrg.EmployeeDetailID = true.
Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við þessar stillingar sé þess óskað og skal þá senda tölvupóst á service@origo.is.
Námskeið - lengd
Lengd námskeiðs undir Námskeið á upphafssíðu starfsmannavefsins birtist umreiknuð í daga en birtingin er nú í klukkustundum.
Breytingar á innskráningarsíðu
Breytingar hafa verið gerðar á innskráningarsíðu þegar kveikt er á innskráningu með Windows notanda. Það er nú skýrara að aðeins þurfi að smella á hnapp til þess að skrá sig inn en ekki slá inn notandanafn og lykilorð.
Yfirmaður skipulagseiningar ekki yfirmaður sjálfs síns
Gerðar hafa verið breytingar á starfsmannavefnum þannig að þar sé birting yfirmanns í samræmi við það sem er inni í Kjarna. Þ.e. að ef yfirmaður er yfirmaður skipulagseiningar þá komi hann samt ekki sem yfirmaður sjálfs síns heldur sé sóttur næsti yfirmaður þar fyrir ofan.