Almennt 3.8.2
Skipun sem sendir alla starfsmenn yfir í tímaskráningakerfi
APPAIL-3113
Nýrri skipun hefur verið bætt við Kjarna til þess að senda alla starfsmenn yfir í tímaskráningarkerfi, Vinnustund/Tímon. Þessari skipun var bætt inn svo notendur þurfi ekki að fara í listann Tenging innan fyrirtækis, velja alla starfsmenn og senda þá yfir. Þessi nýja skipun er TMEmployee.CreateAll og hún er keyrð með því að slá hana inn í skipanalínuna neðst í vinstra horni Kjarna og smella á enter. Hnappurinn í Tenging innan fyrirtækis, sem áður var notaður til að senda starfsmenn yfir í Vinnustund, hefur nú verið tekinn þaðan út og þessi skipun verður notuð í stað hans.
Vinnustund - Hættir starfsmenn
APPAIL-3112
Til þess að hættir starfsmenn birtist ekki í Vinnustund þurfti notandi að vera staddur á Í starfi færslu hætta starfsmannsins til þess að viðeigandi kjarasmaningur finndist og starfsmaðurnn flyttist yfir í Vinnustund og hætti að birtast þar. Það er aftur á móti ekki eðlilegt að það skipti máli á hvaða færslu notandi er staddur þegar hætti starrfsmaðurinn er sendur yfir. Þetta hefur því verið lagað þannig að nú sendist hann yfir óháð því hvaða færslu notandi er með valda þegar starfsmaðurinn er sendur yfir.
Þjóðskrártenging - utangarðsskrá
Frávik í aðgangsstýringum
APPAIL-3163 & APPAIL-3173
Farið var yfir launaseðla og launalista m.t.t. frávika í aðgangsstýringum hjá einstökum notendum, t.d. ef yfirmaður hefur aðgang að öllum sínum undirmönnum að undanskildum einum starfsmanni.
Format á bréfum
APPAIL-3232
Nú er hægt að forma texta í bréfum á sama hátt og hægt er að forma texta í auglýsingum í ráðningahlutanum. Þetta á við um bréf í öllum kerfishlutum, hvort sem um ræðir bréf sem send eru með áminningum, vegna námskeiða eða bréf úr ráðningakerfi. Sem dæmi má nefna þá er hægt að feitletra texta, undirstrika, skáletra auk þess sem hægt er að hafa "bullets" og númeralista í bréfum.
Vistun í Select listum
APPAIL-3164
Geyma og loka hnappurinn vistaði bara síðustu færslu sem var breytt í samþykktarferli launa sem og öðrum Select listum. Vista hnappurinn virkaði aftur á móti rétt. Geyma og loka hnappurinn hefur nú verið lagaður þannig að hann visti allar færslur.