Orlofsbeiðni - breyting tengd orlofstékki
Breyting var gerð þegar verið er að skrá/samþykkja orlofsbeiðni. Ef kveikt er á orlofstékki þá er núna hægt að skrá orlofsbeiðni/samþykkja orlofsbeiðni þrátt fyrir að vera ekki í Kjarna viðveru (hakað í Kjarni viðvera í vinnutímaspjaldi). Ef starfsmaður er í Kjarni viðvera þá er tékkað á orlofsstöðu þegar skráð er orlofsbeiðni.
Veikindaréttur - virkni þegar veikindaréttur er dagar
Virkni veikindaréttar þegar tegundin er dagar hefur verið lagfærð en réttindin voru ekki að hækka með auknum mánuðum.
Stilling fyrir tímabil lagfærð
Ef stilling fyrir tímabil var tóm eða hafði gildið 1 var tímabilið ekki alltaf að koma rétt á Kjarna vef og starfsmannavef. Þetta hefur verið lagað.