Viðvera 23.3.1

Orlofsbeiðni - breyting tengd orlofstékki

APPAIL-10035

Breyting var gerð þegar verið er að skrá/samþykkja orlofsbeiðni. Ef kveikt er á orlofstékki þá er núna hægt að skrá orlofsbeiðni/samþykkja orlofsbeiðni þrátt fyrir að vera ekki í Kjarna viðveru (hakað í Kjarni viðvera í vinnutímaspjaldi). Ef starfsmaður er í Kjarni viðvera þá er tékkað á orlofsstöðu þegar skráð er orlofsbeiðni.

Veikindaréttur - virkni þegar veikindaréttur er dagar

APPAIL-10136

Virkni veikindaréttar þegar tegundin er dagar hefur verið lagfærð en réttindin voru ekki að hækka með auknum mánuðum.

Stilling fyrir tímabil lagfærð

APPAIL-10026

Ef stilling fyrir tímabil var tóm eða hafði gildið 1 var tímabilið ekki alltaf að koma rétt á Kjarna vef og starfsmannavef. Þetta hefur verið lagað.

Skrá tímabil án þess að velja Tímabil

APPAIL-10067

Hægt var að skrá tímabil í viðveruskráningu án þess að velja Tímabil. Þetta var að valda því að klukkustundir per dag voru ekki að koma rétt. Búið er að bæta við athugasemd sem lætur vita ef reynt er að skrá tímabil sem nær yfir 24 klukkustundir.

Læsa viðhaldi á tímaskráningum

APPAIL-8724

Núna er hægt að læsa viðhaldi á tímaskráningum fyrir ákveðna dagsetningu svo ekki sé hægt að stofna eða viðhalda færslum fyrir þann dag. Til að læsa viðhaldi er dagasetning uppfærð í stillingu. Til að fá þessa stillingu inn skal senda beiðni á service@origo.is. Bæði er hægt að viðhalda þessari stillingu á Kjarna vef og í client.

Tímaskráningar - útliti breytt

APPAIL-9774

Útlitinu fyrir tímaskráningar hefur verið breytt og gert notendavænna. Núna birtast allir vikudagar og helgidagar hafa verið gerðir skýrari. Er því núna meira áberandi ef það vantar tímaskráningar á einhverja daga.