Almennt 23.3.1

Aðal launamannanúmeri bætt í starfsmannavefþjónustuna

APPAIL-10134

Aðal launamannanúmeri (DefaultEmployeeDetailID) var bætt við í starfsmannavefþjónustuna.

Merking hvort notandi sé virkur

APPAIL-9908

Búið er að bæta við merkingu um hvort notandi sé virkur í listann Hlutverk-Notendur. Eins ef verið er að setja hlutverk á notandann er hægt að sjá hvort hann sé virkur.

Tengjast tveimur viðverukerfum á sama tíma

APPAIL-10078

Búið er að bæta við virkni þannig hægt er að hafa stillingar fyrir tvö viðverukerfi í Kjarna. Er þá annað kerfið ríkjandi þannig ef stillt er að hakað sé sjálfkrafa að starfsmaður sé í tímaskráningakerfi þá er hakað í það kerfi sem er ríkjandi. Athugið að þessi virkni er einungis í client. Ef óskað er eftir að þessa breytingu inn skal senda beiðni á service@origo.is

Opna tvö skjöl með sama heiti í client

APPAIL-10149

Það hefur verið þannig að ef reynt er að opna tvö skjöl með sama heiti í Kjarna client þá hafa komið upp skilaboð um að skjalið sé nú þegar opið. Þessi virkni hefur verið bætt og núna er hægt að opna tvö skjöl með sama heiti.