Ekki hægt að eyða færslum í Grunnlaunaspjaldi / Tenging innan fyrirtækis /
APPAIL-2402
Ef að starfsmaður er með launafærslur á sér í opinni eða lokaðri útborgun er ekki hægt að eyða færslum úr ofangreindum spjöldum sem tengjast færslum í launaskráningu. Kerfið kemur með meldingu um að viðkomandi launamaður sé með færslur á sér í útborgun sem þarf fyrst að leiðrétta áður en hægt er að eyða færslum úr spjöldunum.
Kostnaðarstöð sett á stöðu
APPAIL-2569
Hægt er að setja kostnaðarstöð á hverja stöðu sem yfirskrifar þá kostnaðarstöðina sem er á skipulagseiningunni. Kerfið var þannig að kostnaðarstöð starfsmanns fór eftir þeirri kostnaðarstöð sem skráð var á skipulagseiningu viðkomandi starfsmanns. Nú er hægt að yfirskrifa hana með því að setja kostnaðarstöð á stöðuna sem starfsmaður gegnir. Þetta getur t.d. verið gagnlegt þegar laun stjórnenda eða annarra eiga að bókast á aðra kostnaðarstöð en annarra í viðkomandi skipulagseiningu.
75% reglan vegna opinberra gjalda
Reglan var ekki að virka rétt, það hefur nú verið lagað. Reglan er sú að ekki má draga af launum starfsmann hærra en 75% af heildarlaunum mínus meðlag, iðjgld í lifeyrissjóð og greidd staðgreiðsla.
50% regla vegna meðlags frádráttar
Á reikniregluna þarf að setja reikni ( Pay Calc ID ) = 600 og launalið ( Pay Wage ID ) = 9998 ef þetta á að vera viðvörun.
Innlestur úr tímaskráningarkerfi
APPAIL-2360
Þegar smellt er á aðgerðina Innlestur úr tímaskráningarkerfi úr hliðarvalmynd launa kemur kerfið nú með valda útborgun í innlestrarskjáinn sem opnast.
Póstsendingar úr samþykktaferli launa
APPAIL-1894
Þegar laun eru send til samþykktar fer tölvupóstur á þá sem eiga að samþykkja launin með skilaboðum um að þeir eigi að fara inn í samþykktarferlið. Skilaboðin eru stöðluð og fara sömu skilaboð á alla. Nú er hægt að bæta við skilaboðum sem eiga bara að fara á einstaka samþykkjendur.
Bunkainnlestur launafærslna notar ekki innlesna upphæð
Nú er hægt að lesa inn upphæð í bunkainnlestri sem yfirskrifar að sækja taxta í launatöflu.