Samþykki - form á texta
Nú er hægt að forma þann texta sem birtist á síðunni Samþykki á starfsmannavef. Hægt er að nota öll helstu html tög, t.d. eftirfarandi:
- <br/> fyrir greinaskil
- <b></b> fyrir feitletrað
- <i></i> fyrir skáletrað
Ef bæta á greinaskilum í texta þá er <br/> bætt fyrir aftan þann texta sem greinaskilin eiga að koma á eftir,t.d. Á eftir þessum texta eiga að koma greinaskil.</br>. Ef feitletra eða skáletra á texta þá eru viðeigandi tákn sett sitthvoru megin við textann, t.d. <b>Þessi texti væri þá feitletraður</b>
Sjá nánar um Samþykki hér.
Dagatalið endurbætt
Dagatalið á starfsmannavefnum hefur nú verið endurbætt. Hægt að skrá inn dagsetningar á forminu dd/mm/yyyy.
Birting námskeiðsmats á starfsmannavef
Birtingu námskeiðsmats á starfsmannavef hefur nú verið flýtt. Námskeiðsmatið byrjar nú að birtast í upphafi lokadags námskeiðs en ekki eftir að námskeiði er lokið, eins og áður var. Þannig er nú hægt að fá þátttakendur til að fylla út námskeiðsmat í lok námskeiðs.