Launasamþykktarferli
APPAIL-2865, 2932, 2934 & 2935 APPAIL-2866
Launasamþykktarferlið var finpússað með því að bæta við svæðum í samþykktarskýrsluna sjálfa og gera aðgang að samanburði launa milli mánaða aðgengilegri fyrir stjórnendur. Leiðbeiningar um launasamþykktina má finna hér.
Afritun á grunnlaunaspjaldi - Aukaflokkar og símenntunarálag
APPAIL-2963
Þegar grunnlaunaspjald var afritað þá afrituðust ekki með upplýsingar í svæðunum aukaflokkar og símenntunarálag. Þetta hefur nú verið lagað.
Áramótastaða
Í stað þess að bæta núverandi útborgun við áramótastöðu þegar útborgun er lokað, þá er áramótastaðan endurunnin fyrir allt yfirstandandi ár og birt í einni línu pr. launalið eða ein lína fyrir hvern söfnunarflokk þar sem það á við.
Aðgerðir í hliðarvalmynd Kjarna
Sett hefur verið inn í hliðarval Kjarna Laun og Aðgerðir, Send Vefskil. Þar er hægt að skoða vefskil sem hafa verið send, staðfesting hvert og hvenær þær fóru og með hvaða upplýsingum.
Valskjáir
Í Valskjá fyrir Fyrirtækjalista hefur verið bætt við svæði fyrir bókunarár. Ef sett er inn bókunarár birtist bókunardagur frá 1.1-31.12 þess árs sem var valið. Þetta er flýtileið til að taka út skýrslu fyrir allt árið.
Reikna laun án fæðingardags
Nú reiknast laun án þess að fæðingardagur sé skráður, það stöðvar ekki launaútreikning lengur þó svo að fæðingardagur sé ekki skráður.
Launaseðill ef aðeins færslur sem ekki á að birta á launaseðli
Ef engar launa- frádráttar- eða safnfærslur eru skráðar á launamann sem eiga að birtast á launaseðli, þá vistast launseðillinn ekki með í XML í banka og birtist því ekki í heimabanka launamanns.
Skilagreinar gjaldheimtna sendar með tölvupósti
Þessi aðgerð hefur verið yfirfarin og uppfærð.