Ráðningar 3.5.6

Hraði á umsóknavef

Farið hefur verið með umsóknavefinn m.t.t. hraða.

Upplýsingar um lykilorðareglur

Leiðbeiningartexta hefur verið bætt við fyrir ofan innsláttarsvæðið fyrir lykilorð á innskráningarsíðu umsóknavefsins og á síðunni þar sem umsækjandi velur sér nýtt lykilorð, ef hann hefur gleymt eldra lykilorð. Með þessu fer ekki á milli mála hvaða kröfur eru gerðar varðandi lykilorð. Eins og áður koma meldingar upp ef umsækjandi velur, þrátt fyrir þetta, lykilorð sem ekki uppfyllir þessar kröfur.

Viðvörun ef smellt er á Útskrá áður en umsókn hefur verið send

Upp kemur viðvörun ef umsækjandi smellir á Útskrá hnappinn á umsóknarvefnum ef hann er búinn að skrá einhverjar upplýsingar í umsóknarformið en hefur ekki sent inn umsóknina.

Lykilorð leyfa ekki táknin & og %

Umsækjendur geta ekki skráð sig inn á vefinn ef þeir velja sér lykilorð með táknunum & eða %. Það hefur því verið tekið á því að umsækjendur geta ekki notað þessi tákn í lykilorðin sem þeir velja sér.

Útsend bréf – aðeins eitt eintak vistist í samskipti og skjalaskáp

Það hefur verið lagað að þegar bréf eru send út til umsækjenda þá vistist aðeins eitt eintak per umsækjanda í samskiptaspjald viðkomandi umsækjanda og í skjalaskápinn.

Afrita höfnunarbréf

Það er nú hægt að afrita eldra höfnunarbréf.

Heildaryfirlit umsækjanda aðgengilegt frá upphafsvalmynd

Þegar tvísmellt er á umsókn á upphafsvalmynd ráðningalausnarinnar þá opnast núna heildaryfirlit umsækjanda.

Útlitsbreyting á spjaldinu Menntun

Textarnir fyrir tékkbox svæðin Námi ólokið og Hæsta menntunarstig hafa verið færðir nær tékkboxunum.

Staða auglýsingar í listana Auglýsingar og Umsóknir

Svæðinu Staða auglýsingar hefur verið bætt við listana Auglýsingar og Umsóknir.

Afritun auglýsingar - Auglýsingar ótengdar

Þegar auglýsing hafði verið afrituð og spurningum var breytt í nýju auglýsingunni þá höfðu þær breytingar einnig áhrif á eldri auglýsinguna sem hafði verið afrituð. Þetta hefur nú verið lagað þannig að breytingar á nýju auglýsingunni hafa engin áhrif á þá gömlu.

Tölvupóstur við ráðningu umsækjanda sendist á fleiri en eitt netfang

Upprunalega var aðeins hægt að senda tölvupóst vegna ráðningar umsækjanda á eitt netfang. Þessu hefur nú verið breytt þannig að hægt er að senda póstinn á fleiri en eitt netfang.
Ráðgjafar Origo geta leiðbeint viðskiptavinum um hvar viðkomandi stillingu er breytt.

Villuboð á vef fyrir ofan Senda hnapp

Villuboð á umsóknavef, sem t.d. koma upp ef umsækjandi hefur ekki fyllt út í öll skilyrt svæði, hafa nú verið færð fyrir ofan Senda hnappinn til að tryggja að þau fari örugglega ekki framhjá umsækjandanum.

Bréf – Íkon fyrir Stofna hnapp

Réttu íkoni hefur verið sett á Stofna hnappinn í Bréf.

Villuboð á vef

Villuboð á vef hafa verið bætt þannig að skilaboðin birti ítarlegri upplýsingar um hvað er að valda villunni.

Viðvörun þegar umsækjandi lokar vafra án þess að hafa sent inn umsókn

Ítarlegri upplýsingum hefur verið bætt við viðvörunina sem kemur upp þegar umsækjandi lokar vafra án þess að hafa sent inn umsókn.