Undir Laun á Kjarna vef er aðgerðin Launabreytingar aðgengileg.
Virknin er þannig að launafjárhæðir eru sóttar fyrir skilgreinda launaliði í spjaldið Fastir launaliðir hjá starfsmönnum.
Til þess að virkja aðgerðina þarf að setja inn skipun í vefgildi. Ráðgjafar Origo aðstoða við það og hægt er að senda beiðni á service@origo.is til að virkja hana.
Þegar smellt er á launabreytingar opnast listi yfir starfsmenn sem viðkomandi notandi hefur aðgang að.
Efst má sjá fjölda starfsmanna ásamt meðallaunum og miðgildi starfsmannahópsins.
Starfafjölskyldan er starfið sem tengt er á stöðu starfsmanns og launarammin er sóttur á starfið ef hann er skráður þar. Ef viðskiptavinir eru að nota Jafnlaunavottun - Starfafjölskyldur sem settar eru inn á grunnlaunaspjöld starfsmanna þá birtast þær starfafjölskyldur í listanum en ekki þær sem tengdar eru á stöðuna, sjá nánar hér.
Laun starfsmanns sýna mánaðarlaun og þá launaliði sem tilgreindir eru í stillingum sem ráðgjafar Origo aðstoða við að setja inn.
Undir stöðu launa má sjá hvort starfsmaður er yfir, undir eða innan launaramma.
Til þess að stofna launabreytingu er smellt á örina fyrir framan nafn þess starfsmanns sem breyta á launum fyrir:
Launafjárhæðir sem þarna birtast eru miðað við 100% laun.
Miðgildi og meðallaun m.v. alla á þessari sömu starfafjölskyldu, ekki bara þá sem notandinn hefur aðgang að. Þetta gefur notandanum meiri upplýsingar en bara takmarkað við þann hóp sem hann hefur aðgang að.
Myndin til hægri sýnir launaþróun starfsmanns sl. ára miðað við þá launaliði sem eru í stillingu. Fjárhæð launaliðana er lögð saman og deilt með fjölda greiddra stöðugilda á árinu til að finna fjárhæðina sem garfið birtir.
Smellt er á að breyta launum og á kemur þessi mynd upp:
Skráð er krónutala hækkunar og þá reiknast út hver hækkunin er í prósentum og hver mánaðarlaunin verða eftir breytingu
Skráð er prósentutala hækkunar og þá reikanst út hver hækkunin er í krónum og hver mánaðarlaunin verða eftir breytingu
Þar fyrir neðan koma áætluð heildarlaun eftir breytingu útfrá stillingum og staða starfsmanns innan launaramma
Rökstuðingur er valinn úr fellivali, hægt er að velja fleiri en eitt atriði (Listinn stofnaður undir Stofngögn launa)
Mat á frammistöðu valið úr fellivali (Listinn stofnaður undir Stofngögn launa)
Uppafsdagur launabreytinga skráður
Svæði fyrir athugasemdir
Smellt á Áfram og færsla stofnast undir flipanum launabreytingar
Launabreytingar - listi
Þarna birtast allar launabreytingar sem stofnaðar hafa verið á völdu tímabili. Hægt er að taka listann út í excel með því að smella á táknið í hægra horni.
Hægt að smella á nafn og upp kemur sami gluggi og þegar launabreytingin var stofnuð. Þessi gluggi er einungis til skoðunar og engu hægt að breyta þar.
Ef stjórnandi má Samþykkja eða hafna launabreytingu þarf að bæta þeim möguleika inn í hlutverk viðkomandi. Ráðgjafar Origo aðstoða við það.
Launa- og mannauðsdeildir þurfa að fylgjast með breytingum þarna og handgera breytingar á grunnlaunasjöldum þeirra starfsmanna sem fá breytingu á launum.
Tölvupóstur þegar launabreyting er stofnuð
Ef viðskiptavinir vilja að það sendist tölvupóstur á einhverja aðila þegar launabreytingafærslur eru stofnaðar er hægt að setja þau netföng inn í stillingar. Senda þarf beiðni á service@origo.is þess efnis.
Póstinn er hægt að senda á fleirri en einn aðila og innheldur hann Skoðunar flipa sem sendir viðkomandi beint inn í launabreytingar á Kjarna vefnum þegar smellt er á hann.
Rafræn undirritun
Einnig er hægt að senda samþykkta launabreytingu í rafræna undirritun.
Ef viðskiptavinir vilja fela flipann fyrir rafræna undirritun og þar með slökkva á þeirri virkni þarf að setja inn stillingu í vefgildi. Ráðgjafar Origo aðstoða við það og hægt er að senda beiðni á service@origo.is.
Þegar búið er að kveikja á rafrænni undirritun er virknin þannig þegar smellt er á “Samþykkt” þá poppar upp gluggi sem spyr hvort stofna eigi skjal til rafrænnar undirritunar
Þegar smellt er á “já” kemur upp form fyrir bréfið sem fylla þarf út í með sama hætti og fyrir önnur bréf sem send eru til rafrænnar undirritunar.
Þegar formið er útfyllt er smellt á “Senda skjal”
Þegar allir aðilar hafa undirritað sendist tölvupóstur á tiltekið netfang líkt og með aðrar rafrænar undirritanir.
Tölvupóstur þegar launabreytingu er hafnað
Hægt er að láta senda tölvupóst á starfsmenn er beiðn um launabreytingu er hafnað. Þegar valið er “Hafnað” kemur upp pop-up gluggi með texta fyrir tölvupóst.
Senda þarf beiðni á servcie@origo.is til þess að virkja þessar sendingar.