Á starfsmannavefnum er hægt að birta upplýsingar um þá styrki og heilsueflingu sem starfsfólki stendur til boða, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. Einnig er til önnur sambærileg virkni sem er sérhönnuð fyrir umsókn og utanumhald um samgöngustyrk, kosturinn við þá virkni er betra utanumhald yfir alla tölfræði varðandi hversu margir velja almenningssamgöngur, hversu margir velja að hjóla o.sfrv. Einnig er haldið utan um færslurnar í spjaldinu Fastir launaliðir. Sjá upplýsingar um þessa sérhönnuðu virkni hér.
...
- Ef um er að ræða styrk að ákveðinni upphæð þá er hægt að birta upphæðina sem starfsmönnum stendur til boða auk upplýsinga um þá upphæð sem starfsmaður hefur þegar nýtt. Upphæðin sem þegar hefur verið nýtt er sótt í tiltekinn launalið í áramótastöðu launa.
- Ef aftur á móti um er að ræða t.d. styrk sem gildir í tiltekinn tíma þá er hægt að birta upplýsingar um hversu lengi styrkurinn gildir og er dagsetningin þá sótt í endadagsetningu tiltekins launaliðar í föstum launaliðum.
...
Á upphafssíðu starfsmannvefs er hægt að birta yfirlit yfir þá styrki og þá heilsueflingu sem stendur starfsfólki til boða. Það er stillingaratriði hvort þessar flísar birtist á upphafssíðu og er það stillingin Employee.Web.Dashboard í Vefgildi sem stýrir því, sjá Starfsmannavefur - stillingar
...