...
Það þarf því aðeins að stofna þetta spjald handvirkt ef þarf að skrá inn eldra nýtt frítekjumark frá t.d. öðrum vinnuveitanda.
Þeir notendur sem stofnað hafa skattkortaspjöld fyrir starfsmenn yngri en 16 ára og falla undir frítekjumarkið verða að eyða þeim skattkortum svo að frítekjumark reiknist sjálfkrafa.
Ekki má hafa spjöld fyrir skattkort og frítekjumark í gildi á sama tíma. Ef reynt er að skrá skattkort á barn undir 16 ára þá hafnar Kjarni skráningunni og skilar villuboðum.