Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 9 Current »

Börn sem ná ekki 16 ára aldri á árinu greiða 6% skatt án persónuafsláttar af tekjum umfram ákveðna upphæð sem ákvörðuð er árlega og nefnist frítekjumark barna.

Skilgreina þarf frítekjumark barna undir "Skattprósentur" í hliðarvali kjarna.  Sjá leiðbeingar hér Skattprósentur og skattþrep

Til þess að frítekjumark barna reiknist þarf launaliður 9181 að vera til í Kjarna.  Launaliðurinn þarf að vera merktur með tegundina Skattaafsláttur og hafa reikni nr. 110.

Eftir að búið er að skilgreina frítekjumark í skattahlutföllum þá á frítekjumark fyrir skattaútreikning að reiknast sjálfkrafa fyrir starfsmenn undir 16 ára.

Haldið er utan um nýtt frítekjumark barna í nýju spjaldi "EmployeeMasterTaxChild" sem er sýnilegt í launaskráningu starfsmanns. 

Spjaldið er ekki sýnilegt í starfsmannatré, þar birtist áfram spjaldið skattkort sem á ekki að nota fyrir börn undir 16 ára.

Frítekjumarkið uppfærist sjálfkrafa þegar útborgun er lokað eða enduropnuð.  Færsla í spjaldinu verður til sjálfkrafa þegar útborgun er reiknuð ef það er ekki til fyrir.

Það þarf því aðeins að stofna þetta spjald handvirkt ef  þarf að skrá inn eldra nýtt frítekjumark frá t.d. öðrum vinnuveitanda.



Þeir notendur sem stofnað hafa skattkortaspjöld fyrir starfsmenn yngri en 16 ára og falla undir frítekjumarkið verða að eyða þeim skattkortum svo að frítekjumark reiknist sjálfkrafa.

Ekki má hafa spjöld fyrir skattkort og frítekjumark í gildi á sama tíma.  






  • No labels