...
Við uppfærslu á DevExpress varð breyting á stillingum dálkalista varðandi birtingu KPI (Gul, rauð og græn ljós í formúlu dálkum) í dálkalistum. Nú er mun einfaldara að setja ljósin inn og taka þau út aftur. Hægri smella þarf á formúlu dálkinn og velja “Setja sem KPI” til að fá ljósin inn. Til þess að slökkvá á birtingu ljósa er hægri smellt í sama dálk og valið “Slökkva á KPI”. Sjá nánari leiðbeiningar varðandi dálkalista hér:Dálkalistar
Töflusaga launamanna - Listi sem sýnir allar launahækkanir launamanna útfrá launatöflum
Útbúin hefur verið nýr listi, töflusaga launamanna sem sýnir allar launahækkanir launamanna útfrá launatöflum sem skráðar eru á þá í grunnlaunaspjöldum. Sjá nánar hér:Töflusaga launamanna
Ef starfsmenn með takmarkaðan aðgang að Kjarna eiga að fá aðgang að listanum Töflusaga launamanna þarf að bæta skipun í hlutverkið sem viðkomandi er með. Senda þarf beiðni á service@origo.is til að fá aðstoð með það.
Sveitarfélagamiðar
...