...
Þegar launaskráningu er lokið er samþykktarferlið stofnað í launahringnum. Úr þessari valmynd er samþykktarferlið stofnað en þar er einnig hægt að skoða launasamþykktarskýrslu. Með því að smella á "skoða" opnast listi yfir allar launafærslur. Ef smellt er á "Ósamþykkt" opnast skýrsla sem inniheldur allar ósamþykktar færslur. Ef smellt er á "Samþykkt" opnast skýrsla sem inniheldur allar samþykktar færslur | |
Þegar smellt er á stofna kemur upp valskjár þar sem valið er hvaða útborgun á að stofna samþykktarferli fyrir. Úr þessari valmynd er einnig hægt að skoða launasamþykktarskýrslu. Með því að smella á "skoða" opnast listi yfir allar launafærslur. Ef smellt er á "Ósamþykkt" opnast skýrsla sem inniheldur allar ósamþykktar færslur. Ef smellt er á "Samþykkt" opnast skýrsla sem inniheldur allar samþykktar færslur. | |
Eftir stofnun samþykktar kemur upp aðgerðarsaga sem tilgreinir fjölda stofnaðra og breyttra samþykktarlína í hvert skipti sem samþykkt er stofnuð. Aðgerðirnar sem birtar eru í aðgerðarsögunni eru:
| |
Til að senda laun til samþykktar er smellt á "Senda til samþykktar". Þá opnast gluggi sem inniheldur nöfn allra samþykkjenda og skilaboð sem sendast í tölvupósti til þeirra. Hægt er að útbúa bréf undir Stofnskrár > Bréf með þeim skilaboðum sem senda á til samþykkjenda. Algengt er td. að skilaboðin innihaldi slóðana að Kjarna vefnum þannig að móttakandi geti komist beint þaðan inn á vefinn. Bréfið þarf að tenga við aðgerðina "Senda til samþykktar" með því að setja skipunina "PayApproveSend.Text" í Stillingar → Gildi og skrá númer bréfsins í Gildi. Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við þessar stillingar ef send er beiðni á servce@origo.is Undir stillingar kemur upp það netfang sem pósturinn er sendur frá. Hægt er að breyta þessu netfangi undir Stillingar → Gildi. Ef að breyta á netfanginu í eitt skipti er það gert í þessum glugga hér. |
...
- Spjald starfsmanns - Notandanafn
- Stillingar - Notendur
- Skipun skráð í skipanaglugga :
EmployeeXapUser.List
...