Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Hér er stillt hvernig bókunarskrá skal líta út. Hvaða víddir eru notaðar. Í hvaða röð svæðin koma og hvort skrá sé skipt með semikommu eða tab.

...

  • Bókunardálkur - Heiti til að útskýra tilgang dálksins og hefur engin bein áhrif á hvað er skrifað í skránna.
  • Röð - Stjórnar röð dálkanna við skrift í skránna, dálkur með Röð 1 er settur á undan dálki með Röð 2 o.s.frv.
  • Haus - Ef valið hefur verið að nota dálkahausa í stjórngildum skilgreiningarinnar þá er hér settur sá texti sem koma á í haus dálksins í skránni.
  • Tegund og Gildi - Stjórnar hvernig gildi dálksins í hverri línu er ákvarðað þega það er skrifað í skránna.  Mögulegar tegundir eru:
    • Fasti - Skrifar textann sem er í svæðinu Gildi í beint í skránna.
    • Eigindi - Flettir upp eftir tækniheiti í bókunarlínu Kjarna sem unnið er með hverju sinni eftir gildinu sem skal nota.
    • Vídd - Sækir vídd úr bókunarlykli (tækniheiti: AccountKey) sem viðkomandi línu.  Númer víddarinnar Fyrsta víddin, oft kölluð lykil, er númer 0 og næsta 
    • Upphæð - Skrifar þá upphæð sem verið er að vinna með í skránna, annað hvort samdregna tölu debet og kredit eða debet fyrst og svo kredit ef valið er að skipta þeim milli lína í stjórngildum.
    • Upphæð með formerki - Sama og Upphæð nema að formerki kredit dálksins úr Kjarna er snúið.
    • Röðun - Virkar eins og Eigindi nema að gildið er ekki skrifað í skránni hedlur hefur aðeins áhrif á Röðun í skrá (sjá neðar).
  • Sjálfgefið gildi - Ef úrvinnsla á Gildi skila því tómu þá er hægt að setja hér gildi sem notað er í staðinn.
  • Lengd - Notað til að festa lengd dálksins.
    • Ef sett sem 0 þá eru engin mörk á lengd dálksins.
    • Ef klippa þarf af gildinu sem sett í dálkinn til að koma því fyrir þá hefur Hægri jöfnun (sjá neðar) áhrif á hvoru megin er klippt er af gildinu.
  • Hægri jöfnun - Hakað í þetta til að hægri jafna texta dálksins. Lengd dálksins þarf að vera fastsett til að upphæðir hægriafnist.

    ATH! Upphæðir sem hafa mínus formerki sem eru hægri jafnaðar fá mínusinn hægra megin við töluna þegar hún er skrifuð í skrá, ef ekki er hægri jafnað kemur mínusinn fyrir framan upphæðina.
  • Uppfyllitákn - Einn stafur sem fylla skal upp í eyður fyrir framan eða aftan gildið sem skrifað er í skránna.  Hefur ekki áhrif nema lengd dálksins sé fastsett og hægri jöfnun stýrir hvoru megin uppfyllitáknin koma í gildið.
  • Sniðmát - Býðir uppá að setja alltaf auka texta utan um gildið sem skrifað er.  Staðgengill fyrir ákvarðaða gildið er {0}.

    • Dæmi: Ef ákvarðaða gildið að svo stöddu er "ó heim" og sniðmátið er "Hall{0}ur" þá mun verða skrifað í skránna "Halló heimur".
  • Röðun í skrá - Stýrir hvaða forgang dálkurinn hefur varðandi röðun á línum skráarinnar þar sem gildið 1 hefur mestan forgang.  Ef dálkurin skiptir ekki mál við röðun línanna þá er þetta svæði sett sem 0.
  • Lækkandi röðun - Hefur aðeins áhrif ef Röðun í skrá er notað.  Raðar línum skráarinnar fyrir viðkomandi dálk frá hæsta gildi til lægsta í stað vaxandi röðunar.

...