...
Ef starfsmaður var stofnaður í Kjarna með rangri kennitölu þá voru fæðingardagur og aldur ekki að uppfærast þegar kennitalan var lagfærð. Virknin hefur verið lagfærð þannig að þessi svæði uppfærast þegar kennitala er leiðrétt.
Skattprósentur - bæta inn skýringasvæði
Þegar stofnaðar eru skattaskilgreiningar sem eru frábrugnar RSK skattareglunni fá þær fyrirtækjanúmerið 9000 og eitthvað og heitið Starfsmannaregla. Til þessað auðvelda aðgreiningu á reglum hefur skýringasvæði verið bætt í spjaldið fyrir neðan reitinn Fyrirtæki nr. Skýringasvæðið kemur einnig sjálfvalið fram í listanum yfir allar skattaskilgreiningarnar.
Launaáætlun - aðgerð til að afrita starfsmann
Komin er aðgerð sem stofnar auka starfsmann í launaáætlun útfrá eldri starfsmanni. Sjá leiðbeiningar hér: 9. Stofna auka starfsmann í áætlun