Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

...

Þegar smellt er á launaliðir þá opnast nýr flipi með lista yfir alla launaliði. Inni í þann lista koma sjálfvalin gildi nr. og nafn launaliðs og bókhaldsflokkar. Hægt er að bæta við í þennan lista flestum þeim svæðum sem eru í spjaldi launaliðar.

Þegar nýr launaliður er stofnaður þarf að gæta þess að fylla skilmerkilega inn í þá flipa sem við eiga í launaliðaspjaldinu. Oft getur verið gott að afrita sambærilegan launalið frekar en að stofna nýjan alveg frá grunni. Ráðgjafar Origo aðstoða viðskiptavini við að setja upp launaliði þegar kerfið er sett upp í fyrsta sinn.
Þegar launaliður er afritaður, þá afritast allar upplýsingar úr flipum þess launaliðar sem afritaður er.  Það borgar sig alltaf þegar launaliður er afritaður, að yfirfara stillingar í flipum og athuga hvort þær samræmist nýja launaliðnum.

Almennt

Stöðugildi: Ef hakað er Hak í þennan reit eru einingar launaliðar notaðar við uppreikning á greiddum þessum reit gefur upplýsingar um að þessi launaliður skuli notaður til útreiknings á  stöðugildum. 
Sækja álag í skráningu: Ef launaliður á að sækja álag sem skráð er í grunnlaunaspjald, þá þarf að haka við í þennan reit. Álag er notað af ríki og sveitarfélögum.
Einingar elta daga: Ef hakað er í þennan reit þá hlutfallast tímaeining út frá skráðri dagsetningu í launaskráningu. 
Ekki afrúna: Ef hakað er í þennan reit þá er samtalan ekki afrúnnuð. Þetta er eingöngu notað fyrir safnfærslur eins og t.d. orlofstíma. 

  1. Tegund segir til um hvort að launaliður sé laun, iðgjald, mótframlag, safnfærsla, skattaafsláttur, innheimta eða gjaldheimta.
  2. Hér skal velja hvort að launaliður byggist á einingum, tímum, dögum, kílómetrum, hlutfalli eða öðru.
  3. Hér skal velja hvort að launaliður sé skráður inn í launaskráningu eða hvort hann komi úr reiknivél.
  4. Ef launaliður þarf að kalla á annan launalið, er það sett inn hér. Dæmi um slíkt eru hlunnindi sem ekki eru greidd út úr launakerfinu, en þurfa að koma inn til þess að af þeim reiknist staðgreiðsla og/eða tryggingagjald. Þá er launaliðurinn merktur sem safnfærsla og frádráttarliður skráður inn hér í reikniliði og -1 í Stuðul. Athugið að reikniliður þarf að vera til, sjá kafla Reikniliðir.
  5. Þessi merking ræður því hvar á staðgreiðsluskilagrein launaliður lendir. Ef valið er óskilgreint kemur launaliður ekki fram á staðgreiðsluskilagrein.
  6. Þessar upplýsingar eru fyrst og fremst notaðar við skýrslugerð.



...