...
Þegar valdar voru færslur í lista og farið yfir í formbréfsvirknina (mail merge) þá komu yfir í formbréfsvirknina allar færslurnar í listanum en ekki eingöngu þær færslur sem valdar voru. Þessu hefur nú verið breytt þannig að eingöngu þær færslur sem valdar eru í listanum fari yfir í formbréfsvirknina.
Kjarna lokað - tékk hvort notandinn vilji örugglega loka kerfinu
Þegar notandi lokar Kjarna hefur verið bætt við tékki þar sem hann er spurður hvort hann vilji örugglega loka kerfinu.
Aðgangsstýringar - Ég
Nýjum aðgangsklasa hefur verið bætt við Kjarna. Þetta er aðgangsklasinn EmployeeMe og og les hann hvaða notandi er innskráður og gefur honum aðgang að eigin upplýsingum m.v. þann aðgang sem skilgreindur er í hlutverkinu m.t.t. aðgerða og hvort aðgangurinn sé eingöngu til skoðunar og/eða breytinga. Þessi aðgangsklasi nýtist hvoru tveggja fyrir Kjarna client-inn og fyrir starfsmannavefinn.
Kjarna lokað - tékk hvort notandinn vilji örugglega loka kerfinu
Þegar notandi lokar Kjarna hefur verið bætt við tékki þar sem hann er spurður hvort hann vilji örugglega loka kerfinu.
Aðgangsstýringar niður á færslur í töflum
...
Nú er hægt að aðgangsstýra niður á ákveðnar færslur í öllum töflum í Kjarna. Áður var þetta hægt fyrir ákveðnar töflur en nú á þetta við um allt kerfið. Með þessu er t.d. hægt að takmarka aðgang notanda við ákveðnar tegundir hluta í láni, tegundir réttinda, lífeyrissjóði og stéttarfélög.
...
Aðgangsstýringar á launatöflur
Nú er hægt að stýra aðgangi notenda niður á ákveðnar launatöflur. Þannig er hægt að takmarka aðgang notanda, sem hefur fullan aðgang að öllum aðgerðum í launakerfinu, þannig að hann hafi eingöngu aðgangt að tilteknum launatöflum.
Aðgangsstýringar - viðhengi eftir skipulagseiningu
Notendur hafa hingað til getað haft aðgang að takmörkuðum hópi starfsmanna og ákveðnum viðhengjategundum fyrir þessa tilteknu starfsmenn. Í þessari útgáfu var aftur á móti bætt við að notandi gæti haft aðgang jafnvel að öllum starfsmönnum í kerfinu og viðhengjaspjaldi allra þessara starfsmanna en að aðgangur að ákveðnum viðhengjategundum sé takmarkaður við starfsmenn tiltekinnar skipulagseiningar.
Viðhengi - Drag & Drop virkni
...