Hraðað á innskráningu / ræsingu á kerfinu
Hraðað var á aðgerðinni að innskrá sig í kerfið / ræsa upp kerfið.
Formbréfsvirkni - eingöngu valdar línur
Þegar valdar voru færslur í lista og farið yfir í formbréfsvirknina (mail merge) þá komu yfir í formbréfsvirknina allar færslurnar í listanum en ekki eingöngu þær færslur sem valdar voru. Þessu hefur nú verið breytt þannig að eingöngu þær færslur sem valdar eru í listanum fari yfir í formbréfsvirknina.
Aðgangsstýringar - Ég
Nýjum aðgangsklasa hefur verið bætt við Kjarna. Þetta er aðgangsklasinn EmployeeMe og les hann hvaða notandi er innskráður og gefur honum aðgang að eigin upplýsingum m.v. þann aðgang sem skilgreindur er í hlutverkinu m.t.t. aðgerða og hvort aðgangurinn sé eingöngu til skoðunar og/eða breytinga. Þessi aðgangsklasi nýtist hvoru tveggja fyrir Kjarna client-inn og fyrir starfsmannavefinn.
Kjarna lokað - tékk hvort notandinn vilji örugglega loka kerfinu
Þegar notandi lokar Kjarna hefur verið bætt við tékki þar sem hann er spurður hvort hann vilji örugglega loka kerfinu.
Aðgangsstýringar niður á færslur í töflum
Nú er hægt að aðgangsstýra niður á ákveðnar færslur í öllum töflum í Kjarna. Áður var þetta hægt fyrir ákveðnar töflur en nú á þetta við um allt kerfið. Með þessu er t.d. hægt að takmarka aðgang notanda við ákveðnar tegundir hluta í láni, tegundir réttinda, lífeyrissjóði og stéttarfélög.
Aðgangsstýring á launatöflur
Nú er hægt að stýra aðgangi notenda niður á ákveðnar launatöflur.
Viðhengi - Drag & Drop virkni
Þegar verið er að vista viðhengi á starfsmann eða umsækjanda er nú hægt að draga viðhengið beint inn í gluggann í stað þess að sækja viðhengið með því að smella á "sækja skrá". Þegar spjaldið viðhengi er opnað þarf að stofna nýja færslu í spjaldinu, þá opnast nýr gluggi þar sem viðhengið er dregið inn í og skráðar eru frekari upplýsingar um viðhengið.
Leyfileg stærð viðhengja í Kjarna stækkuð
Ekki var hægt að setja inn viðhengi sem voru stærri en 3mb inn í Kjarna. Þessu var breytt svo nú er heimilt að setja inn viðhengi sem eru allt að 15 - 18 mb.
Stofna notanda í Kjarna - kerfið sendir sjálfkrafa tölvupóst
Breyting hefur orðið að þegar notandi er stofnaður í Kjarna þá sendir kerfið tölvupóst á notandann með upplýsingum um notendanafn og lykilorð. Áður opnaðist tölvupósturinn í Outlook og þurfti að senda hann þaðan á notandann. Stofna þarf bréf undir Kjarni > Stofnskrár > Bréf með þeim upplýsingum sem eiga að koma fram í tölvupóstinum. Stillt er síðan í Xap > Gildi > XapEmailTemplate.CreateUsers hvaða bréf er sent þegar notandi er stofnaður.