...

Lesa

Lesa: Lesa inn nýja skrá, aðsent skjal eða eigið skjal

Eins og í bunkainnlestrinum er skráin sótt með því að smella á punktalínuna. Nauðsynlegt er að setja skýringu í þar til gerðan reit. 
Velja þarf kröfugerð hvort um er að ræða einn gjalddaga eða 5 gjalddaga.

Hægt að velja tegund, hvort þetta sé eingreiðsla, föst greiðsla eða dreifð greiðsla.

Gjaldheimta nr: Valið er svo númer innheimtuaðila (getur verið mismunandi eftir fyrirtækjum)

Skráist á launlið nr: Svo launaliðanúmer gjaldheimtugjaldana sem er oftast LL 881 (en getur verið breytileg á milli fyrirtækja)

Tegund: Algengast er að þetta sé eingreiðsla og ný uppfærð skrá send frá Tollstjóra í hverjum mánuði.

Þegar smellt er á lesa opnast listi yfir aðgerðarsögu sem má loka. 
Þá birtist listi yfir þær kröfur sem á að lesa inn. Hér er hægt að fara inn í listann og breyta ef þess þa
Til að flytja skráninguna yfir í launaskráningu þarf að velja táknið „Flytja gjaldheimtugjöld frá bunka í spjöld" Þá opnast þessi gluggi þar smellt er á Flytja. 
Athugasemd kemur neðst í hægra horni um hvort innlestur tókst eða ekki. 
 Í athugasemdinni segir hversu margar færslur voru í bunkanum og hversu margar voru settar í launakeyrslu. Í þessu dæmi voru 7 færslur í bunka sem allar voru fluttar í gjaldheimtuspjöld viðkomandi starfsmanna. 

...