Innlestur gjaldheimtugjalda
Innlestur gjaldheimtugjalda á sér stað á sama stað og bunkainnlestur, undir innlestur í launahringnum.
Til að lesa inn skrá með gjaldheimtugjöldum er smellt á lesa gjöld. Það opnast gluggi þar sem skráin er sótt og frekari upplýsingar um gjöldin slegin inn.
Lesa | |
---|---|
Lesa: Lesa inn nýja skrá, aðsent skjal eða eigið skjal Eins og í bunkainnlestrinum er skráin sótt með því að smella á punktalínuna. Nauðsynlegt er að setja skýringu í þar til gerðan reit. Hægt að velja tegund, hvort þetta sé eingreiðsla, föst greiðsla eða dreifð greiðsla. Gjaldheimta nr: Valið er svo númer innheimtuaðila (getur verið mismunandi eftir fyrirtækjum) Skráist á launlið nr: Launaliðanúmer gjaldheimtugjaldana. Tegund: Algengast er að þetta sé eingreiðsla en þó mismunandi. Þegar verið er að lesa inn opinber gjöld/eftirágreidda skatta verður alltaf að nota tegundina eingreiðsla. | |
Þegar smellt er á lesa opnast listi yfir aðgerðarsögu sem má loka. Ef að einhver villa eða athugasemd er í innlestrinum þá birtist hún í aðgerðarsögunni. | |
Þá birtist listi yfir þær kröfur sem á að lesa inn. Hér er hægt að fara inn í listann og breyta ef þess þarf. ATH! Muna að vista þá breytingu sem gerð er á listanum - smella á diskettu í tækjaslá !! Ef skráin inniheldur kennitölu starfsmanns sem er hætur þá kemur hann fram í bunkanum en línan flyst ekki í gjaldaspjald. | |
Til að flytja skráninguna yfir í launaskráningu þarf að velja táknið „Flytja gjaldheimtugjöld frá bunka í spjöld" Þá opnast þessi gluggi þar er smellt á Flytja. | |
Í athugasemdinni segir hversu margar færslur voru í bunkanum og hversu margar voru lesnar inn. Í þessu dæmi voru 2 færslur í bunka sem voru fluttar í gjaldheimtuspjöld viðkomandi starfsmanna. Reikna þarf launin til að fá gjöldin inn í launaútreikning. |
Skoða | |
---|---|
Skoða: Þegar smellt er á skoða opnast listi yfir skrár sem þegar er búið að lesa inn eða færslur sem hafa verið skráðar í kerfið. Ef tvísmellt er á línuna opnast Gjaldheimtugjalda spjald viðkomandi starfsmanns |
Eyða | |
---|---|
Eyða: Hægt er að eyða bunkafærslum í gjaldheimtugjöldum með því að smella á eyða hnappinn. Þá opnast valgluggi þar sem forsendur eru slegnar inn og aðgerðin kláruð með því að ýta á eyða. Athugið að hægt er að eyða eldri gjaldainnlestri með einni aðgerð. Sú aðgerð er í Hliðarvali > Kjarni > Laun > Aðagerðir > Breyta / Eyða gjöldum. |
75 % | reglan |
---|---|
75% reglan fyrir opinber gjöld er svona í Kjarna : ( heildarlaun * 75% ) - ( meðlag + iðgjald í almennan sjóð + greidd staðgreiðsla ), Fyrst er reiknað 75% af heildarlaunum. Síðan er meðlag, iðgjald í almennan lífeyrissjóð og greidd staðgreiðsla lögð saman. Að lokum er frádrátturinn dreginn frá 75% launum og gefur sú tala það hámark sem nota má til frádráttar opinberra gjalda. |