...
Til þess að starfsmaður geti skráð sig inn á starfsmannavefinn þarf að vera tenging til staðar á milli starfsmannsins og notanda hans. Er þessi tenging skráð í listann EmployeeXapUser.List. Myndast þessi tenging sjálfkrafa þegar notandi er stofnaður.
Aftur á móti getur verið að þessi tenging sé ekki til staðar hjá eldri viðskiptavinum og getur því þurft að handskrá þessa tengingu í EmployeeXapUser.List. Hægt er að komast í EmployeeXapUser.List með því að slá það inn í skipanalínuna neðst í vinstra horni Kjarna og smella á enter.
Hægt er að setja inn stillingu þannig þegar starfsmaður er stofnaður, notendanafnið skráð í spjaldið Starfsmaður að þá stofnist hann sem notandi og fær hlutverkið Starfsmannavefur. Mælt er með því að setja inn þessa stillingu ef starfsmenn eiga að fá strax aðgang að starfsmannavefnum þegar þeir hefja störf. Ef óskað er eftir því að fá þessa stillingu inn þarf að senda beiðni á service@origo.is
Page Tree | ||
---|---|---|
|