Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Launaliðir eru hjartað í hverju launakerfi en ýmsar stillingar eru á hverjum og einum launalið sem ákvarða eiginleika hans og hvernig afreiknaðar færslur á borð við launatengd gjöld skulu reiknast. Aldrei má eyða út launalið sem hefur verið notaður í útborgun.

...

Reikningur

Stillt er á hvern launalið hvaða afreiknuðu færslur skuli reiknast. Aðrar stillingar geta haft áhrif til viðbótar.

Eftirfarandi reiknar eru í boði:

100 Staðgreiðsla - staðgreiðsluliðir 9141 og 9142 reiknast af þessum launalið út frá stillingum í Skatthlutföllum.

110 Staðgreiðslu afsláttur - afsláttarliðir 9110, 9111, 9120 og 9121 reiknast af þessum launalið ef starfsmaður er með skráð skattkort.

200 Orlofsútreikningur - launaliðir 9210 Orlof á laun eða 9280 Orlofstímar reiknast af þessum launalið eftir skráningum í orlofsspjald starfsmanns og reiknitegund launaliðar.

300 Lífeyrissjóður - launaliðir 9300 til 9399 reiknast á þennan launalið, eftir þeim sjóði sem skráður er á starfsmann.

400 Stéttarfélag - launaliðir 9400 til 9499 reiknast á þennan launalið, eftir því félagi  sem skráð er á starfsmann..

500 Tryggingagjald - launaliður 9501 reiknast á þennan launalið.

600 Gjaldheimtugjöld - færir þennan launalið inn í 75% reikniregluna í reiknivélinni.

700 Stöðugildi - reiknar greidd stöðugildi í útborgun, athuga að rétt merking sé í Einingar/Tímar. Ath. líka að ef launaliður er merkt tímar, þá þarf starfsmaður að vera með skráða tíma í Vinnutímaspjaldið, því það er notað til að finna rétta deilitölu.


Hægt er að slá inn skipunina PayWageCalc.List til að fá upp skýrslur yfir hvaða launliðir eru skráðir á hvern reikning.

...

Launaliðir - Tafla/Seðill/Hópar 


Image RemovedImage Added

Tegund launatöflu ræður því hvert upphæðir launaliðar eru sóttar.

Algengast er að valið sé "Sótt í launatöflu" eða "Fasti"

Sótt í launatöfu er notað ef sækja á annað hvort hlutfall eða fasta í launtöflu.

Fasti er notað ef handskrá inn fjárhæð launaliða þar sem hún er breytileg.


Ef valin er tegundin "launaliður" þá er hægt að skrá í svæðið "Launaliður í launatöflu" þann launalið sem tiltekinn launaliður á að reikanst eins og.


Undir "Launaseðill" í spjaldinu eru settar inn stillingar um hvort og hvernig launaliðurinn birtist á launaseðlim starfsmanna.launaseðlum starfsmanna.


Í svæðið Launaliður á launaseðli er hægt að skrá þann launalið sem koma á fram á launaseðli ef td. á að draga saman marga liði sem eiga að birtast í einni línu á launaseðli. Þetta væri td hægt að nota vegna skráningar veikinda sem skrást á fleirri en einn launalið í launaskráningu en eiga einungis að birtast í einni samandreginni línu á launaseðli.

ATH að til þess að valdir launaliðir úr þessu svæði dragist saman á launaseðlinum verður að vera hakað í samantekt á Launalið í launaseðils uppsetningu launaliðanna. sjá nánar hér: Launaseðill - uppsetning


Uppsetning launaseðils

Launaseðilsuppsetning er búin til fyrir hverja tegund birtingar á launaseðli. T.d er hægt að vera með launaseðilsuppsetningu sem gildir almennt fyrir launaliði og aðra sem er fyrir Iðgjald í lífeyrissjóði og stétarfélag. Hægt er að vera með eins margar uppsetningar og þurfa þykir, alltaf er hægt að stofna nýjar og eða breyta, en það er gert í hliðarvali Kjarna > Laun > Listar og Stofnskrár > Launaseðill - Uppsetning.

...