Lista yfir öll grunnlaunaspjöld starfsmanna er að finna í Hliðarvali > Kjarni > Mannauður > Grunnlaun | |
Þegar unnið er með grunnlaunaspjald einstakra starfsmanna er mjög þægilegt að velja Hliðarval > Starfsmenn og finna þar viðkomandi starfsmann, smella á ör fyrir framan nafn hans og síðan á ör fyrir framan skipulagseiningu hans og tvísmella þar á spjaldið Grunnlaun. Ef starfsmaður er hættur þá kemur hann ekki fram hér fyrr en hægrismellt hefur verið á einhvern starfsmann og valið þar |
...
“Birta hætta starfsmenn”. | |
Í grunnlaunaspjaldinu eru skráðar upplýsingar um launatöflu starfsmanns, greiðsluform og greiðslutíðni. Grunnlaunaspjaldið sækir upphæðir í launatöflur. Þegar launaliður t.d yfirvinna sem sækir upphæð í launatöflur er skráður í skráningu launa þá er upphæðin sótt í launatöflu starfsmanns út frá grunnlaunaspjaldinu. Athugið að við starfslok geta starfsmenn fengið laun þó svo að þeir séu hættir - svo framarlega sem grunnlaunaspjaldið sé opið á launatímabilinu. Samningur, launaflokkur og þrep - Þegar sett er inn númer samnings, launaflokks og þreps, sækir kerfið upphæðina í valda launatöflu. Ef starfsmaður er með álag, þá kemur einnig fram upphæð með álagi. Þegar grunnlaunaspjaldi er lokað birtist starfsmaður ekki lengur í launaskráningu, ef skrá á laun á tímabil eftir lokun grunnlaunaspjalds. Viðvörun kemur ef reynt er að loka grunnlaunaspjaldi og launþegi á launafærslur í opinni útborgun á tímabili lokunar. |
Ef launafærslur eru til á starfsmann í launaáætlun fram í tímann, þá er grunnlaunaspjald afritað og hakað við Aðeins í áætlun. Dagsetning í Gildir til þarf að vera til loka tímabils áætlunar.
Töflusaga: Hægt er að skoða töflusögu starfsmanns með því að smella á hnappinn Töflusaga og skoða valið tímabil og launatöflur launa og áætlana. Töfluupphæðir: Hægt er að sjá útreikning tiltekinna launaliða sem skráðir eru í valmynd útfrá hlutföllum Sjá nánari leiðbeiningar hér:Launatöflur | |
Greiðsluform: Hægt er að velja um eftirágreidd eða fyrirframgreidd laun undir greiðsluform. Ef valið er „Eftirá" þá fá dagsetningar launafærslu sömu dagsetningu og skráð er í reitinn „Eftirá" í launaútborgun. Sama með „Fyrirfram" Ef valið er „Eftirá og fyrirfram" þá fær starfsmaður tvöföld laun á meðan spjaldið er í gildi og fá færslurnar sína hvora dagsetninguna. Afreiknaðar færslur verða líka tvöfaldar. Dæmi: Eftirágreiddur starfsmaður er fastráðinn og fær um leið að fara á fyrirframgreidd laun. Þessi mánaðamót fær hann því greidd tvöföld laun, annars vegar fyrir síðasta mánuð og hins vegar fyrir næsta mánuð. Grunnlaunaspjald starfsmanns er afritað frá og með mánaðamótum. Sjálfkrafa fær eldra spjaldið til dagsetningu, síðasta dag núverandi mánaðar. Nýja spjaldið fær frá dag fyrsta dag næsta mánaðar og skráður er til dagur síðasti dagur þess mánaðar. Um leið er valið greiðsluform „Eftirá og fyrirfram". Spjaldið afritað á ný og því gefin frá dagsetning fyrsti dagur þar næsta mánaðar. Í því spjaldi er valið greiðsluform „Fyrirfram" |
Launahópur: Hægt er að flokka starfsmenn í mismunandi launahópa. Þegar útborgun er stofnuð er |
Eins og fyrr sagði þá er einnig hægt að vera með auka færslu í grunnlaunaspjaldinu fyrir hætta starfsmenn, þannig að þeir komi áfram fram í launaáætlun en hætti að birtast í launaútborgun.
Fellival er í boði til að skrá inn ástæður fyrir persónulegum launabreytingum, þessar ástæður er hægt að skoða í listanum Grunnlaun i Kjarni > Mannauður.
Undir flipunum álag og grunnlaunaflokkur er skráning á álagi skv. kjarasamningum ríkis og sveitarfélaga, annars vegar álagsprósenta og hins vegar viðbótar launaflokka vegna menntunar, símenntunar, tryggðar eða stjórnunarálags. Ef skráður er grunnlaunaflokkur flyst hann upp í svæðið Launaflokkur ásamt samlagningu allra aukaflokka.
Undir Töfluupphæðir er hægt að skoða fjárhæðir valinna launaliða útfrá grunnlaunum starfsmanns.
Sjá nánari leiðbeiningar hér:Launatöflur
hægt að velja inn hvaða útborgunarhópar eiga að vera í viðkomandi útborgun t.d. sumarstarfsmenn. Aðeins í áætlun: Ef starfsmaður lætur af störfum, en framtíðarfærslur eru til í launaáætlun er grunnlaunaspjald afritað og hakað í “Aðeins í áætlun” til að launafærslur í áætlun verði áfram aðgengilegar. Ástæða breytinga: Fellival til útskýringa á persónubundnum launahækkunum. | |
Breyting á grunnlaunaspjaldiEf breytingar verða á launakjörum starfsmanns, er núverandi færsla afrituðyfir á nýja dagsetningu og gildum breytt í nýrri færslu. Þannig geymist sagan yfir persónubundnar launahækkanir. Þetta gefur einnig möguleika á sjálfvirkum launaleiðréttingum ef sú þörf skýtur upp kollinum. Athugið að nota ávallt aðgerðina Afrita í stað þess að smella á plúsinn og stofna nýja færslu. Það að afrita færslu minnkar handavinnu og dregur þannig úr líkum á innsláttaravillum. Athugið að þegar slíkar breytingar verða að fylgja ávallt eftirfarandi vinnuferli:
| |
Launaupphæð skráð í launatöflu um leið og breyting er gerð á grunnlaunaspjaldi Þegar launatöflur eru byggðar þannig upp að launaflokkur er númer launamanns, þá þarf að muna að bæta við upphæð í launatöflu starfsmanns. Það er hægt að gera beint úr grunnlaunaspjaldi starfsmanns. Ef t.d. í þessu dæmi ætti að setja inn þrep nr. 4 þarf að skrá launaupphæðina sem starfsmaður á að fá í 4. |
...
þrep við launflokkinn hans | |
Uppfæra samning, launaflokk og þrep í skráningu Ef gerð er breyting á grunnlaunaspjaldi eða ný færsla er stofnuð eftir að launafærslur eru komnar á starfsmann í launaskráningu þá er hægt að uppfæra upplýsingrnar í skráningunni. Upp kemur melding og Kjarni gerir athugasemd vegna lokunardagsetningar eldra spjaldsins þar sem laun eru til fyrir þá dagsetningu en hann vistar nýja spjaldið og þetta er því eðlileg virkni. |
...
Þegar smellt er á OK þá kemur upp nýr gluggi þar sem bent er á að |
...
grunnlaunaspjaldið hafi verið uppfært og spurt hvort uppfæra eigi launafærslur í opinni útborgun |
...
Þegar smellt er á "Já" opnast yfirlit yfir aðgerðina sem er að fara af stað og þar kemur fram hvaða launamann er verið að uppfæra og í hvaða útborgun. Sjáfgefið er hakað í "Geyma niðurstöðu" og "Reikna laun" |
...
Ef hakað er við “Sýna niðurstöðu” kemur yfirlit sem sýnir að 4. þrep er komið inn Einnig er |
...
gott að |
...
skoða færslurnar í skráningu launa | |
Villuboð um að grunnlaunaspjald vanti þegar laun eru reiknuð |
Ef að upp koma villboð um að grunnlaunaspjald vanti fyrir launamann þá er hægt að tvísmella á línuna og komast þannig í breytingarham grunnlaunspjaldsins og opna það þannig.
...
Þegar sjaldið opnast eru svæðin gildir frá og gildir til með bláum tölustöfum og hægt er að opna spjaldið alveg eða opna það út tímabil útborgunar |
...