Á starfsmannavefnum er hægt að birta upplýsingar um þá styrki og heilsueflingu sem starfsfólki stendur til boða, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. Einnig er til önnur sambærileg virkni sem er sérhönnuð fyrir umsókn og utanumhald um samgöngustyrk, kosturinn við þá virkni er betra utanumhald yfir alla tölfræði varðandi hversu margir velja almenningssamgöngur, hversu margir velja að hjóla o.sfrv. Einnig er haldið utan um færslurnar í spjaldinu Fastir launaliðir. Sjá upplýsingar um þessa sérhönnuðu virkni hér.
Í virkninni Styrkir og heilsuefling er hægt að sýna upplýsingar/leiðbeiningar um viðkomandi styrk, hafa möguleika á að vista viðhengi með og/eða hafa hlekk á umsóknarform á annarri síðu, ef við á. Ef viðhengi er vistað með þá verður aðgengilegt mannauðsdeild í spjaldinu Viðhengi í Kjarna og aðgengilegt starfsmanninum sjálfum í Skjalaskáp á starfsmannavef. Einnig er hægt að láta viðhengið sendast í tölvupósti á tiltekið netfang um leið og það er vistað.
Það eru síðan tveir mismunandi möguleikar í boði eftir því hvernig styrk er verið að birta:
Ef um er að ræða styrk að ákveðinni upphæð þá er hægt að birta upphæðina sem starfsmönnum stendur til boða auk upplýsinga um þá upphæð sem starfsmaður hefur þegar nýtt. Upphæðin sem þegar hefur verið nýtt er sótt í tiltekinn launalið
...
.
...
Ef aftur á móti um er að ræða t.d. styrk sem gildir í tiltekinn tíma þá er hægt að birta upplýsingar um hversu lengi styrkurinn gildir og er dagsetningin þá sótt í endadagsetningu tiltekins launaliðar í föstum launaliðum.
Á sama stað er einnig hægt að birta upplýsingar um aðra heilsueflingu sem gæti staðið til boða eins og samtal við trúnaðarlækni, augnskoðun eða annað sambærilegt.
...
Á upphafssíðu starfsmannvefs er hægt að birta yfirlit yfir þá styrki og þá heilsueflingu sem stendur starfsfólki til boða. Það er stillingaratriði hvort þessar flísar birtist á upphafssíðu og er það stillingin Employee.Web.Dashboard í Vefgildi sem stýrir því, sjá Starfsmannavefur - stillingarþegar
Þegar smellt er á Skoða nánar birtast svo ítarlegri upplýsingar um þá styrki sem eru í boði.
Það sama á við um Heilsuefling en undirsíðan fyrir það er hægt að birta í Valmynd og birtist einnig þegar smellt er á Skoða nánar
...
Stillingar
Stillingar fyrir þessa virkni eru aðgengilegar í kerfisvalmynd undir Stillingar > Styrkir.
...
Hér að neðan sést dæmi um hvernig stillingarnar geta litið út og fyrir neðan skjámyndina er hver dálkur í stilltöflunni útskýrður nánar.
...
Í Nafn er skráð sú fyrirsögn sem á að birtast á viðkomandi flís á starfsmannavefnum.
Tegund styrks tilgreinir hvort um Styrk, Heilsueflingu eða Líkamsræktarstyrk er að ræða upp á flokkunina og birtingu á flísum. ATH! Ef tegund styrks =
...
Líkamsræktarstyrkur er notuð þá vistast niður færsla í spjaldið Fastir launaliðir þegar starfsmaður sækir um líkamsræktarstyrkinn. Sú færsla er þá með upphafs- og endadag sem fyrsta dag næsta mánaðar og þann launalið sem skilgreindur er í dálkinum Launaliður nr. Launaliðinn (undir flipanum Reikniform) þarf að stilla sem eftirá launalið (í Tímabil og Greiðsluform) til þess að allt virki rétt
...
. Ef tegund styrks er Styrkur vistast ekki færsla í spjaldið Fastir launaliðir.
Birta segir til um hvort sækja eigi upphæð í launaskráningu
...
(Upphæð
...
) dagsetningu í fasta launaliði
...
(Dagsetning
...
) eða hvorugt
...
(Ekkert).
Launaliður nr. segir til um hvaða launalið á að sækja upplýsingar fyrir í launaskráningu eða föstum launaliðum m.v. það sem valið var í Birta eða á hvaða launalið í föstum launaliðum
...
líkamsræktarstyrkur er vistaður ef tegund styrks er = Líkamsræktarstyrkur.
Launaliður sýnir nafn þess launaliðs sem skráður var í Launaliður nr.
Sniðmát vísir er númer þess sniðmáts sem að birta texta á vefnum úr. Sniðmát er aðgengilegt í Kjarni > Stofnskrár > Bréf. Passa þarf að hafa textann ekki of langan svo hann rúmist örugglega á flísinni. Um 9 línur af texta komast fyrir á flísinni.
Sniðmát birtir nafn viðkomandi sniðmáts.
Hlekkur er vefslóð á síðu sem hægt er að vísa á. Ef vefslóð er skilgreind þarna þá birtist hnappurinn Sækja um á viðkomandi flís á starfsmannavefnum.
Tegund skjals vísir segir til um á hvaða skjalategund skjal á að vistast á ef starfsmaður á að geta hengt viðhengi við
...
. (Ath. að aðgangur að þessari skjalategund verður að vera í starfsmannavefshlutverkinu svo að skjalið vistist niður í viðhengjaspjald starfsmanns. Senda þarf beiðni á service@origo.is með ósk um breytingu á hlutverki).
Tegund skjals er nafn viðkomandi viðhengjategundar.
Netföng segir til um á hvaða netfang/netföng viðhengið á að sendast á, ef við á. Meginmál í tölvupóstinum er textinn úr sniðmátinu sem skilgreint er í Sniðmát. Sjá upplýsingar hér neðar ef meginmál tölvupóstins á að vera annar texti.
Ráðningamerking er notuð ef viðkomandi flísar eiga eingöngu að birtast hjá ákveðnum hópi starfsmanna. Stofna þarf nokkrar sambærilegar línur fyrir mismunandi ráðningarmerkingar ef upplýsingarnar eiga að birtast hjá nokkrum hópum starfsmanna. Ef valið er Óskilgreint þá birtast
...
upplýsingarnar hjá öllum starfsmönnum.
Tegund ráðningar er notuð ef viðkomandi flísar eiga eingöngu að birtast hjá ákveðnum hópi starfsmanna. Stofna þarf nokkrar sambærilegar línur fyrir mismunandi tegundir ráðningar ef upplýsingarnar eiga að birtast hjá nokkrum hópum starfsmanna. Ef valið er Óskilgreint þá birtast upplýisngarnar hjá öllum starfsmönnum.
Upphæð (aftasta svæðið í stillitöflunni) segir til um þá upphæð sem starfsmaður á rétt á fyrir þennan tiltekna styrk. Þetta upphæðarsvæði er eingöngu virkt á vefnum ef tegundin Líkamsræktarstyrkur er valin í dálkinum Tegund styrks.
Meginmál tölvupóstsins annar texti en er í sniðmátinu
Ef textinn sem birtist í tölvupóstinum á að vera annar en textinn úr sniðmátinu er hægt að skilgreina hann í stillingum fyrir styrkinn. Velja þarf hnappinn breyta til að geta skráð textann inn. Opnast þá gluggi þar sem hægt er að viðhalda öllum upplýsingum og skrá inn textann.
...
Til að notendur sem eingöngu eru með starfsmannavefshlutverkið fái aðgang að þessum upplýsingum þarf að uppfæra hlutverkið fyrir starfsmannavefinn. Senda þarf beiðni á service@origo.is með ósk um breytingu á hlutverki.
Nánari útskýring varðandi líkamsræktarstyrk þegar Tegund styrks = Líkamsræktarstyrkur er notandur:
Launatímabil í stillingu
Hægt er að skilgreina launatímabil í stillingu og er þessi stilling líka notuð fyrir Viðveru og Teríu ef verið er að nota þá kerfishluta. Senda þarf beiðni á service@origo.is með ósk um að stillingin verði virkjuð.
Ef launatímabil er tilgreint í stillingu og sótt er um líkamsræktarstyrk innan þess tímabils þá vistast færsla í föstum liðum með gildisdagsetningu sem 1. dagur þess mánaðar sem fellur innan launatímabils. Ef sótt er um líkamsræktarstyrk eftir að tímabilinu líkur þá vistast færsla í föstum liðum 1. næsta mánaðar. Dæmi: Launatímabilið er skilgreint sem 20.-19. Ef sótt er um styrk 15. maí þá vistast færsla í föstum liðum með dagsetningunni 1. maí og kemur þá til greiðslu í útborgun fyrir maí laun. Ef sótt er um styrk 23. maí þá vistast færsla í föstum liðum með dagsetningunni 1. júní og kemur þá til greiðslu í útborgun fyrir júní laun.
Launatímabil ekki í stillingu
Ef engin stilling er inni fyrir launatímabil þá vistast færslan í föstum liðum með gildisdagsetningunni 1. dag næsta mánaðar þegar sótt er um.
Greiðsla líkamsræktarstyrkja í lok árs
Staða líkamsræktastyrkja núllast út á áramótum og þá kemur smá flækjustig varðandi þá starfsmenn sem sækja um styrki í desember því þeir geta ekki greiðst með janúarlaunum þar sem þetta má ekki flytjast yfir á nýtt almanaksár.
Ef launatímabil er ekki skilgreint (eða skilgreint sem 1. mánaðar) þá fá allir þeir sem sóttu um í desember gildisdagsetninguna 01.01. í föstum liðum. Eða ef launatímabil er skilgreint, t.d. 20.-19., að þeir sem sóttu um 20.12. til 31.12. fá einnig gildisdagsetninguna 01.01. í föstum liðum. Notendur geta svo annað hvort í lok desember, rétt fyrir útborgun, yfirfarið hvort einhverjir hafi sótt um í desember og sótt þá föstu liði inn í desemberútborgunina eða í byrjun janúar verið með auka útborgun þar sem klárað er að greiða út þá starfsmenn sem sóttu um í desember (loka árinu). Hægt er að taka út lista Mannauður > Fastir liðir og breyta dagsetningunni á þeim færslum sem eru með 01.01. í dagsetningu í desember og sækja þessa föstu liði inn í desemberútborgunina eða þessa auka útborgun. Þetta er alltaf ákveðin handavinna 1x á ári en þetta er samt lágmarksvinna fyrir notendur. Við mælum með að notendur sendi tölvupóst á starfsfólk í nóvember til að minna á að sækja um styrk til að reyna að ná sem flestum inn í desemberútborgunina.
Þetta er það sem þarf að gera í lok árs:
Notandi keyrir upp listann Mannauður > Fastir liðir
...
Smellt er á Select hnappinn til að fara yfir í Select lista.
...
Í Select listanum er hægt að filtera á þennan tiltekna launalið (Líkamsræktarstyrk) og Gildir frá (dæmi: í tilviki ársins 2024 þá 1.1.2024) og skrifa ofan í dagsetningarnar með 1.12.2023. Þetta er í raun svipað og vera í Excel skjali. Dagsetningin er slegin inn í reitinn og hægt að fara á milli lína með örvahnöppunum og skrifa þannig ofan í næstu dagsetningu. Listinn er svo að lokum vistaður.
...
Það er svo hægt að sækja fasta liði inn í útborgun og þess vegna takmarka það bara við þennan tiltekna launalið.