Hvar skrái ég notendanöfn og aðgangsorð til að skila staðgreiðslu beint til ríkisskattstjóra?
...
Skrá þarf lykilorðið inn í flipann XAP Stillingar og þar í Gildi. Skipunin er sú sama fyrir öll fyrirtækin, en bætt er við punkti og númeri fyrirtækis fyrir aftan skipun. Lykilorðið sjálft skráð í reitinn Gildi.
Hér er hlekkur á réttan stað í handbók : 4. Vefskil staðgreiðslu
Hvar skrái ég notendanöfn og aðgangsorð til að skila skilagreinum rafrænt til innheimtuaðila?
Innheimtuaðilar fyrir lífeyrissjóði og stéttarfélög sem taka á móti rafrænum skilum eru skráðir í stofngögn launa, annars vegar beint á Lífeyrissjóðina sjálfa og hins vegar beint á Stéttarfélögin sjálf. Oft er sami innheimtuaðilinn fyrir lífeyrissjóði og stéttarfélög. Aðeins þarf að skrá notendanafn og lykilor einu sinni fyrir hvern innheimtuaðila, óháð því hve marga sjóði eða stéttarfélög hann innheimtir fyrir.
Athugið samt að hvert fyrirtæki fyrir sig á sitt eigið notendanafn, þannig að ef það eru mörg fyrirtæki uppsett í Kjarna þá þarf að sækja um notendanafn og lykilorð fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Oft er notendanafn kennitala fyrirtækis.
Hér er hlekkur á réttan stað í handbók : Lífeyrissjóðir
Hvar skrái ég notendanöfn og aðgangsorð fyrir samskipti við utanaðkomandi kerfi, eins og t.d. viðverukerfi?
Notendanöfn og lykiloð fyrir tengingar við utanaðkomandi kerfi eru skráð í töflu sem ber heitið XapExternalPassword
Hafið samband við service@origo.is fyrir nánari upplýsingar.
Hvernig gef ég notanda nýtt lykilorð að Kjarna?
Þegar notandi fær nýtt lykilorð að Kjarna þá er það gert á sama hátt og þegar notandi er stofnaður í fyrsta sinn.
Hér er hlekkur á réttan stað í handbók :Stofna notanda og gleymt lykilorð