Lífeyrissjóðir
Lífeyrissjóði er að finna í hliðarvali > Laun > Lífeyrissjóðir
Í listanum Lífeyrissjóðir er að finna alla lífeyrissjóði sem stofnaðir hafa verið í kerfinu. Hér er upplýsingum um sjóði og stillingum einstakra sjóða viðhaldið, og sjá notendur sjálfir um að viðhalda réttum upplýsingum. Upplýsingarnar eru notaðar þegar sett eru inn gildi í Lífeyrissjóðsspjald starfsmanns.
Almennar upplýsingar og stillingar fyrir vefskil |
|
---|---|
| Til að byrja með eru slegnar inn allar almennar upplýsingar um sjóðinn. Númer lífeyrissjóðs er valfrjálst en mælst er til þess að notuð séu SAL númer sjóða.
|
| Ef breytingar verða á gögnum á skilagrein.is Web root þá er hægt að uppfæra slóðina með því að smella á aðgerðarhjólið hjá viðkomandi sjóði og velja "Uppfæra vefskil". Slóðirnar eru einnig uppfærðar í hvert skipti sem útborgun er lokað í Kjarna. |
| Í vissum tilvikum innheimtir einn sjóður iðgjöld fyrir fleiri sjóði. Vefskil innheimtuaðila er valið með því að smella á punktalínuna í reitnum „Vefskil – Innheimtuaðili" Til að setja inn frekari stillingar eins og notendanafn og lykilorð fyrir vefskil (Veflyklar) er CTRL takkanum haldið inni og smellt á punktalínuna. |
| Ef aðeins eitt fyrirtæki er uppsett í Kjarna eru upplýsingar um notendanafn og lykilorð skráð í fyrstu myndina sem opnast, en ef þau eru fleiri, þarf að smella á bláa textann „Skilgreina aðgang fyrirtækja" |
Hér til hliðar er skjámynd af http://skilagrein.is – þarna sést að Almenni lífeyrissjóðurinn á sjóðsnúmer 1004. Lengst til hægri sést að innheimtuaðilinn á númer 1005. Í næstu línum sjáum við að séreign og endurhæfingarsjóður eru líka innheimtir af 1005, þó svo að sjóðsnúmer þeirra séu önnur. |
Aðsetur | |
---|---|
| Í þennan flipa eru settar inn allar grunnupplýsingar ásamt upplýsingum um þá bankareikninga sem greiða skal iðgjöld inná. Þessar upplýsingar fást hjá sjóðunum sjálfum. |
Skilagrein | |
---|---|
| Tegund skilagreina er notuð til að ákvarða uppsetningu skilagreinar.
Tímabil skilagreina stýra því hvort skil falli á heila útborgun eða sé skipt upp eftir greiðslutímabili starfsmanna:
Tegund fyrir skilagrein er til þess að aðgreina hvort sjóðurinn sé Almennur, Séregin eða Lífeyrisauki. Gjalddagi er tilgreindur fyrir þá sem vilja nota bankaskrá, þá þarf að vera hak í Bankaskrá á þessu spjaldi. Sjóðurinn á myndinni er með gjalddagann 31 og myndast ein textaskrá (greiðsluskrá) fyrir alla sjóði með þennan gjalddaga. Hægt er að hafa mismunandi gjalddaga á sjóðunum og myndast þá fjöldi textaskráa til samræmis við fjölda gjalddaga. |
Launaútreikningur | |
---|---|
|
|
| Ef hækkun á mótframlagi atvinnurekanda Eftirágreidd laun og fyrirframgreidd laun: Ef launagreiðandi er með starfsmenn með mismunandi greiðsluform, þá þarf að bæta við línu í launaútreikning áður en hækkun tekur gildi og skrá inn gildisdagsetningu. Þannig reiknast rétt mótframlag fyrir eftirágreidda og rétt fyrir fyrirframgreidda starfsmenn. ATH. Rétt er að eyða eldri línunni eftir að útborgun launa er lokið og færa gildisdagsetningu nýju línunnar til fyrri dagsetningar. Ef launaleiðréttingar eru keyrðar aftur fyrir þessar dagsetningar, þá reiknast of lágt mótframlag á þær færslur ef þetta er látið standa. Bara eftirágreidd laun: Ef allir starfsmenn eru með sama greiðsluformið, þá er mótframlagi einfaldlega breytt. Athugið að það verður að vera dagsetning í gildir frá og gildir til, þó svo að það sé aðeins ein lína, en það er vegna þess að Kjarni er forritaður til að skoða þessar dagsetningar þegar svæði úr flipanum launaútreikningur eru birt í listum. |
| Hækkun á mótframlagi - eftirágreidd laun Ef breyta á mótframlaginu beint, þá er auðveldara að gera þessar breytingar með því að keyra upp skipun og breyta í lista. Skipun til að kalla á lista fyrir færslur í flipanum Launatúteikningur er : PayPensionRule.Select Draga þarf númer og nafn lífeyrissjóðs inn í listann. Best er að raða listanum upp eftir mótframlagi. Þá er auðvelt að breyta 10 í 11,5 Munið að vista breytingarnar með bláu diskettunni í valskjánum 😊 |
Bókhald | |
---|---|
| Hér skal skrá inn bókhaldsslykil ef við á. Ef bókhalslykill er skráður á sjóð þá yfirskrifar hann þær stillingar sem skráðar eru á launaliðinn. |
Breyta í select lista | |
---|---|
Breyta tímabili Athugið að þegar smellt er á Lífeyrissjóði í stofngögnum og listum þá kemur á skjáinn listi yfir alla sjóði. Hægt er að vinna með þennan lista hér eins og alla aðra lista í Kjarna. Ef gera þarf samskonar breytingar á fleiri en einum sjóði er snjallt að flytja listann yfir í Select lista, því þar er hægt að viðhalda honum beint í listanum sjálfum. Þegar listinn kemur á skjáinn er hann fluttur yfir í Select lista með tákninu lengst til hægri, sjá mynd. Í select lista er smellt á táknið Velja dálka og Tímabil skilagreina dregið inn. Hér er hægt að breyta öllum gildum í einu. Muna að VISTA með diskettunni eða hnapp neðst í glugganum Vista og loka. | |
Breyta tegund skilagreina Ef breyta þarf tegund skilagreina allra lífeyrissjóða, þannig að allar skilagreinar komi með iðgjaldið samandregið óháð tímabili. Þegar listinn er kominn á skjáinn er smellt á select táknið lengst til hægri í tækjaslánni. Tegund skilagreina er dregin inn í listann úr tákninu "velja dálka" og þar er ný tegund valin úr fellivali. Muna að VISTA með diskettunni eða hnapp neðst í glugganum Vista og loka. |
Afrita lífeyrissjóðsspjald | |
---|---|
| Þegar nýr lífeyrissjóður er stofnaður eða eldri lífeyrissjóð viðhaldið þarf að gæta þess að fylla skilmerkilega inn í þá flipa sem við eiga í lífeyrissjóðsspjaldinu. Athugið vel að þegar lífeyrissjóður hefur verið afritaður, borgar sig að loka honum strax, fríska listann og opna nýja sjóðinn aftur og ljúka stillingum. Númer sjóðs á launamiða í flipanum skilagrein afritast þannig að því númeri þarf að breyta eftir að búið er að stofna lífeyrissjóðinn. |