Notendur geta útbúið sýna eigin launalista, hvort heldur er til skýrslugerðar eða afstemminga.
Til að ná út launagögnum úr útborgunum eru þjár tegundir af listum. Annars vegar listar sem vinna beint upp úr launaskráningunni, þá köllum við "Fyrirtækjalista" og "Vallista" og hins vegar dálkalistar, þar sem stillt er fyrirfram hvaða launaliði skuli sækja.
Allar þessar tegundir nota sama valskjáinn. Þegar nýtt útlit lista er vistað þarf að passa að taka út hakið í Yfirskrifa skilyrði.
Tæknilegar upplýsingar:
Fyrirtækjalistinn kallast PayRecord.Pivot á meðan dálkalistinn kallast PayListColumnCube.Pivot Það er gott að þekkja þessi heiti því þau er hægt að nota sem skipanir við stillingar á listum og eins til að keyra upp lista beint úr skipanaglugga.
Þessi heiti koma sjálfkrafa í reitinn Skipun þegar listi er vistaður, en ef bæta á valskjá ofan á listann, þá eru þau færð í reitinn Færibreyta í stillingum hans og skipun fyrir valskjáinn skráð í skipanagluggann í staðinn.
Hægt er að bæta við fleiri valmöguleikum til að þrengja strax valið í valskjánum. Það er þá sett í beinu framhaldi af SelectScreen, en skrá þarf .? þar í beinu framhaldi og á undan nánari skipun.
Þegar Valskjár er settur á lista þá er sitthvor skipunin fyrir fyrirtækjalista og fyrir dálkalista.
Fyrirtækjalisti:
Skipun: PayRecordSelection.SelectScreen
Færibreyta: PayRecord.Pivot gögn sótt í launaútborgun
Færibreyta: PayRecordDebt.Pivot gögn sótt í skuldbindingu
Færibreyta: PayBookRecord.Pivot gögn sótt í launabókun
Nánari upplýsingar um fyrirtækjalista má finna hér: 1. Fyrirtækjalisti / Launalisti.
Dálkalisti:
Skipun: PayListColumnSelection.SelectScreen.?PayListID=númer dálkalista, á hjálagðri mynd er dálkalistinn númer 3 og þá er skipunin PayListColumnSelection.SelectScreen.?PayListID=3
Færibreyta: PayListColumnCube.Pivot
Nánari valmöguleikar:
.?PayID=@PayID sækir og birtir í valskjá númer valinnar útborgunar.
.?BookDate=@Pay.BookDate sækir og birtir í valskjá fyrsta dag skilagreinamánaðar valinnar útborgunar.
.?PayWageID=100 sækir og birtir í valskjá númer launaliðar 100
einnig er hægt að velja fleiri en eina breytu og þrengja þannig valið enn frekar:
.?PayID=@PayID;PayWageID=9301 sækir og birtir í valskjá númer valinnar útborgunar og aðeins launalið númer 9301
Vallisti
Vallistar eru hraðari listar sem henta vel þegar gagnamagnið er mikið.
Skipun: PayRecordSelection.SelectScreen
Færibreyta: Dynamic.List.PayRecordOrg
Þessi listi opnast með sundurliðun á skipulagseiningu en hægt er að stýra því með hvaða niðurbroti listinn opnast.
Ef tvísmellt er í línuna fyrir Mötuneyti er hægt að fá nánara niðurbrot innan Mötuneytis.
Ef hægri smellt er í einhverja línu eru hægt að endursækja allar upplýsingar á annað niðurbrot t.d kostnaðarstöð.
Niðurbrot í Vallista er
Bókunardagur | Dynamic.List.PayRecordDate | Kyn | Dynamic.List.PayRecordGender | Staða | Dynamic.List.PayRecordPosition | Svæði | Dynamic.List.PayRecordArea |
Bunki | Dynamic.List.PayRecordBatch | Launaliður | Dynamic.List.PayRecordWage | Reikniregla | Dynamic.List.PayRecordRule | Tímabil | Dynamic.List.PayRecordPeriod |
Fyrirtæki | Dynamic.List.PayRecordCompany | Launamaður | Dynamic.List.PayRecordDetail | Starfsmaður | Dynamic.List.PayRecordMaster | Undirsvæði | Dynamic.List.PayRecordAreaSub |
Komfrá | Dynamic.List.PayRecordOrigin | Samningur | Dynamic.List.PayRecordTable | Stofnun | Dynamic.List.PayRecordSource | Verk | Dynamic.List.PayRecordWork |
Kostnaðarstöð | Dynamic.List.PayRecordCostCenter | Skipulagseining | Dynamic.List.PayRecordOrg | ||||
Ávinnslur (aðeins úr ávinnsluskrá ) | Dynamic.List.PayRecordDebtGain | Stéttarfélag ( ekki með niðurbroti á launamann ) | Dynamic.List.PayRecordUnion | ||||
Þessa sömu lista er einnig hægt að taka út fyrir ávinnsluskrá og áætlunarskrá, skipanarnir eru þá
Dynamic.List.PayRecordDebtDate fyrir ávinnsluskrá
Dynamic.List.PayRecordBudgetDate fyrir áætlunarskrá
Laun per stéttarfélag
Þessi listi er ekki með frekara niðurbroti þannig að ekki er hægt að sjá hvaða starfsmenn eru á bakvið upphæðir í hverju stéttarfélagi.
Skipun: PayRecordSelection.SelectScreen
Færibreyta: Dynamic.List.PayRecordUnion
Ef launamaður hefur skipt um stéttarfélag á tímabilinu sem úrtakið er fyrir þá koma laun hans undir því félagi sem hann var í miðað við enda dagsetningu tímabilsins.
Hér er dæmi um lista fyrir heilt ár. Hægt er að velja inn dálka fyrir Einingu, Frádrátt og Safnfærslu í listann með því að smella á táknið
Athugið!Stöðugildi í þessum lista eru greidd stöðugildi per stéttarfélag, heildartölur fyrir allt árið. Dæmi Launamaður í 100% starfi allt árið skilar hér 12 stöðugildum.