Formúlur

Í tækjaslá er formúlusmiður. Þegar smellt er á táknið þá opnast skjár með ýmsum möguleikum, sjá mynd.

Á vinstri hlið er formúlan stofnuð og henni gefið nafn. Efst hægramegin er formúlan skrifuð.  Flýtihnappar eru fyrir neðan textasvæðið og þar fyrir neðan eru síðan þrír valmöguleikar.

Functions

Þetta er það sama og Inster functions í excel. Hér er hægt að velja formúlur eins og Min, Max og If... o.s.frv.

Opeators

Þetta eru sömu táknin og eru í flýtihnöppunum, eins og + - * o.s.frv.

Constants

Hér er valið um True False og ?

Notkunardæmi

Óskað er eftir að fá rautt ljós í lista ef stöðugildi er umfram 1.

If formúla fyrir stöðugildi

Í lista er aðeins launaliður 9700 og svæðið Samtals niður á nöfn starfsmanna.

  • Byrjað er á að slá á fomúluhnappinn í tækjaslánni, stofna þar nýja línu með plús í neðra vinstra horni og gefa formúlunni nafn.
  • Smellt á Functions og leitað þar að If formúlunni. Tvísmellt á formúlu.
  • Næst þarf að velja Samtalsreitinn inn í formúluna, og því veljum við Fields og tvísmellum þar á Samtals.
  • Nú smellum við á táknið jafnt og eða minna en í flýtihnöppunum og skrifum 1 þar fyrir aftan.

Semsagt ef Samtals er minna en 1 þá....

  • Bendillinn færður aftur fyrir kommuna, þetta er svæðið sem segir að samtals er jafnt og eða minna en:

          0 ef táknið á að vera gult

          1 ef táknið á að vera grænt

         -1 ef táknið á að vera rautt

  • Bendillinn færður aftur fyrir síðustu kommuna, þetta er svæðið sem segir að samtals er EKKI jafnt og eða minna en:

          0 ef táknið á að vera gult

          1 ef táknið á að vera grænt

          -1 ef táknið á að vera rautt

Formúlan endar því svona : Iif([Samtals] <= 1, 1, -1 )

  • Að lokum þarf að segja Kjarna að þetta eigi að birtast sem ljós 😊

o   Hægrismellt á hnappinn fyrir formúlu og valið Stilla gildi.

o   Skrollað niður í KPI og þar smellt á ör fyrir KPIGraphic og valið Shapes.

If formúla fyrir samtals laun

Óskað er eftir að fá ljós í lista fyrir mismunandi upphæðir.

Í lista er aðeins launategund Laun og Samtals niður á nöfn starfsmanna.

Þetta er líka if skipun en tvítekin,

  • ef samtals er minna en 50.000 þá á aðkoma rauður litur
  • ef Samtals er stærra en 50.000 en minna 300.000 þá á táknið að vera gult
  • ef Samtals er stærra en 300.000 þá á taknið að verða rautt.

 Hægt að fylgja leiðbeiningum hér að ofan að mestu leiti.

Endanleg formúla lítur svona út:              

Iif([Samtals]<50000, -1 ,Iif([Samtals]<300000,0  ,1 ) )

Concat formúla til að sameina tvo dálka.

Síðasta dæmið er Concat formúla, þar sem hægt er að setja tvö svæði saman í eitt.

Óskað er eftir því að nafn og kennitala starfsmanns komi saman í einn dálk í listanum greidd stöðugildi.

  • Byrjað er á að slá á fomúluhnappinn í tækjaslánni, stofna þar nýja línu með plús í neðra vinstra horni og gefa formúlunni nafn og í Unbound Type er valið String.
  • Smellt á Functions og leitað þar að Concat formúlunni. Tvísmellt á formúlu.
  • Smellt á Fields og tvísmellt á Nafn
  • Bendill færður aftur fyrir kommu og þar er búið til bil á milli nafns og kennitölu.
    Bilið er búið til með því að halda niðri Shift hnappi og slá á tákn hægra megin við Æ.
    Slegið á bilslá og síðan aftur á Shift og táknið við hliðina á Æ.
  • Bendill færður aftur fyrir næstu kommu og í Fields er smellt á kennitölu.
  • Í svæðinu Unbound Type er valið String úr fellivalinu.
  • Formúluhnappurinn dreginn niður í listann og hnöppunum Nafn og kennitala hent út í staðinn.

Endanleg formúla lítur svona út:               Concat([Nafn], ' ', [Kennitala])