Valskjár fyrir launalista - Dálkalisti
kÞað hentar vel að nota dálkalista við samanburð á launum í útborgun A og móti B ef sína á mismun í krónum eða hlutfalli. Hægt er að bera saman allt að fjórar útborganir A-B-C-D.
Byrja þarf á því að stofna nýjan dálkalista með því að fara í Dálkalistar í hliðarvalmynd undir Skýrslur. Sjá nánari upplýsingar hér Dálkalistar
Skipun fyrir dálkalista með samanburði - PayListCmpSelection.SelectScreen
Færibreyta - PayListColumnCube.Pivot
Ef fleira er sett í skipunalínu en valskjárinn (PayListCmpSelection.SelectScreen) þá er ekki hægt að vista niður gildi í valskjá. Það þarf semsagt að velja um það hvort gildi séu vistuð í skilyrða glugga eða höfð í skipunarlínu.
Dæmi PayListCmpSelection.SelectScreen.?PayListID=43;PayID=@PayID - þessi valskjár kæmi með þá útborgun sem er valin, fínt að nota útborgunartré til að skipta um útborgun. ATH þegar valskjárinn kemur upp er ekki hægt að vista t.d bókunarmánuð í valskjáinn þegar þessi skipun er notuð.
Dæmi PayListCmpSelection.SelectScreen - þessi valskjár kemur tómur, nú er hægt að vista inn hin og þessi skilyrði t.d bókunarmánuð @Pay.BookDate og fyrirtæki. ATH það þarf að vista niður númerið á dálkalistanum þegar þessi skipun er notuð.
Skilyrði A-B-C-D
Ef bera á saman laun á milli mánaða þarf að búa til dálkalistann með dálk fyrir hvert skilyrði
Dálkur 1 mánaðarlaun A
Dálkur 2 mánaðarlaun B
Dálkur 3 mánaðarlaun C
Dálkur 4 mánaðarlaun D
Tökum dæmi um valskjá þar sem bókunardagur er sóttur í Stillingar - Gildi fyrir A og B en skipun er PayListCmpSelection.SelectScreen
#BOOK sækir 1.1.2019
#BOOK_B sækir 1.2.2019
Sambærilegt í skipunarlínu væri PayListCmpSelection.SelectScreen.?PayListID=43;BookDate=1.1.2019;BookDate_B=1.2.2019
Til að auðvelda utanumhald á því hvaða mánuði ætti að bera saman mæli ég frekar með að búa til #BOOK í Stillingar Gildi - það er mun einfaldara að skipta út mánuðum og þá einnig hægt að vera með marga lista sem nota sömu gildin.
Ef valskjár á alltaf að koma með t.d valinn bókunarmánuð þá er fínt að setja það í skipunina PayListCmpSelection.SelectScreen.?PayListID=43;BookDate=@Pay.BookDate
Ef valsjár á að koma með valda útborgun þá er skipunin PayListCmpSelection.SelectScreen.?PayListID=43;PayID=@PayID
Í þessum valskjá er hægt að draga inn útborgun úr útborgunartré - ef velja á tvær útborganir er Ctrl takka haldið niðir, einnig er hægt að velja inn skipulagseiningu eða starfsmann úr skipuriti, sama þar ef velja á fleiri en eina skipulagseiningu þá er Ctrl takka haldið niðri.