Í Kjarna er hægt að skrá réttindi á starfsmenn og eins er hægt að láta umsækjendur um störf fylla út réttindi í umsóknarformi.
Réttindi í spjaldinu réttindi | Réttindi í umsóknarformi |
---|---|
Til að stofna réttindi í kerfinu þarf að gera eftirfarandi:
1) Stofnskrár → Réttindi - Tegundir | |
---|---|
Það fyrsta sem þarf að gera er að stofna tegund réttinda í kerfinu. Til að stofna nýja tegund er smellt á græna plúsinn í tækjastiku og þá opnast glugginn sem sýndur er hér til hliðar. Nafn réttinda er slegið inn og smellt svo á Stofna og loka og þá gefur kerfið sjálfkrafa þessari tegund númer. |
2) Stofnskrár → Réttindi | |
---|---|
Þegar búið er að stofna tegundir réttinda er hægt að stofna réttindin sjálf þar sem tegundirnar eru valdar inn og heiti réttinda sett í dálkinn Heiti. Til að stofna ný réttindi er smellt á græna plúsinn í tækjastiku og þá opnast glugginn sem sést hér á mynd til hægri. |