Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 7 Next »

Leiðrétta laun - leyfa aðeins eitt hak

APPAIL-10146

Í aðgerðinni “Leiðrétta laun” er aðeins leyfilegt að hafa hak í einum reit undir “Aðgerð” svo leiðréttingin virki, En það hefur þó verið hægt að hafa hak í öllum reitunum.

Virkninni hefur verið breytt þannig að núna leyfir aðgerðin eingungs eitt hak.

Starfsmaður - aldur og fæðingardagur uppfærist ef kennitölu er breytt

APPAIL-10201

Ef starfsmaður var stofnaður í Kjarna með rangri kennitölu þá voru fæðingardagur og aldur ekki að uppfærast þegar kennitalan var lagfærð. Virknin hefur verið lagfærð þannig að þessi svæði uppfærast þegar kennitala er leiðrétt.

Skattprósentur - bæta inn skýringasvæði

APPAIL-10409

Þegar stofnaðar eru skattaskilgreiningar sem eru frábrugnar RSK skattareglunni fá þær fyrirtækjanúmerið 9000 og eitthvað og heitið Starfsmannaregla. Til þessað auðvelda aðgreiningu á reglum hefur skýringasvæði verið bætt í spjaldið fyrir neðan reitinn Fyrirtæki nr. Skýringasvæðið kemur einnig sjálfvalið fram í listanum yfir allar skattaskilgreiningarnar.

Skattkort - nafni á spjaldinu skattkort hefur verið breytt í persónuafsláttur

APPAIL-10363

Nafni á spjaldinu skattkort hefur verið breytt í persónuafsláttur, bæði spjaldinu sjálfu og einnig ef listi yfir alla starfsmenn er skoðaður í Mannauður>Persónuafsláttur.

Launaáætlun - aðgerð til að afrita starfsmann

APPAIL-10072

Komin er aðgerð sem stofnar auka starfsmann í launaáætlun útfrá eldri starfsmanni. Sjá leiðbeiningar hér: 9. Stofna auka starfsmann í áætlun

Launabreytingar á vef - Svæðum bætt við lista

APPAIL-10564

Svæðið (dálkurinn) Kennitala var bætt við listana Launabreytingar > Laun og Launabreytingar > Launabreytingar.

Launaseðill - Birting á starfi í stað stöðu

APPAIL-10692

Hægt hefur verið með stillingu að skipta launaseðli upp eftir stöðu. Nú hefur verið útbúin ný stilling til að skipta launaseðli upp eftir starfi. Til þess að virkja þá stillingu þarf að senda beiðni þess efnis á service@origo.is

  • No labels