Meðhöndlun skattkorta (Persónuafsláttar) | |
---|---|
Gildir frá og til : Þessar dagsetningar hafa sömu virkni og annars staðar í Kjarna, þ.e.a.s. þær ráða því hvort þetta spjald er opnað í launavinnslu eða ekki. Ef dagsetningar frá og til eru innan tímabils útborgunar, þá er spjaldið opnað í útreikningi launa. Þessar dagsetningar hafa ekki áhrif á hlutfall persónuafsláttar. Athugið að ef launaútborgun nær yfir tvo mánuði þá er það tímabilið sem Kjarni skoðar varðandi gildisdagsetningar, óháð greiðsluformi starfsmanns. | |
Skattkort út: Síðasti dagur nýtingar skattkortsins. Ef starfsmaður á mánaðarlaunum vill t.d. aðeins nýta skattkortið að hluta í mánuði, er síðasti dagurinn skráður hér inn. Dagsetnigin sem skráð er hér kemur í síðast notað þegar útborgun er lokað. Hefur áhrif á útreikning launa. | |
Skattprósenta: Það hlutfall sem starfsmaður má nýta í hverjum mánuði, skv. korti. | |
Ónotaður: Safnast sjálfkrafa. Ef nýtt skattkort sem skráð er inn í kerfið, inniheldur ónýttan persónuafslátt, er upphæðin handslegin hér inn. Þegar skattkort er tekið út, er æskilegt að eyða þessari upphæð út úr kerfinu. | |
Síðast notað: Þetta svæði stýrir því frá hvaða tíma á að nýta persónuafslátt. Þegar skattkort er nýskráð inn í kerfið þarf að handskrá hér síðasta dag þess mánaðar sem persónuafsláttur var síðast nýttur skv. upplýsingum sem koma frá RSK Dagsetningin í þessu svæði uppfærist þegar útborgun er lokað og stýrist af dagsetningum í flipanum „Tímabil” sem er skilgreint við stofnun útborgunar og úr svæðini "skattkort út". Athugið að ef skattkort er skráð fram í tímann, þá þarf að skrá rétta dagsetningu í þetta svæði. Ef ekkert er skráð í síðast notað nýtir Kjarni persónuafslátt fyrir einn mánuð. Ef dagsetning síðast notað er ekki síðasti dagur mánaðar, þá mun Kjarni nýta persónuafslátt vegna þessa mánaðar í dögum. Dæmi : Skattkort er skráð síðast notað 10.10.2017. Kjarni reiknar persónuafslátt frá 11. til 31.okt.2017 eða í 21 dag. Útreikningur persónuafsláttar í dögum er (Persónuafsláttur á mánuði x 12 mánuðir / 365 dögum) | |
Laun frá utanaðkomandi aðila: Þeir sem þiggja laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að upplýsa um hvaða skattþrep skuli miða við í útreikning á staðgreiðslu. Þessar upplýsingar eru ekki skráðar í skattkort, heldur beint í launaskráningu eða í fasta liði ef viðvarandi ástand. Launaliður 9140 er skráður inn ásamt einni einingu. Upphæðin miðast við það skattþrep sem við á hverju sinni. Munið að ef þetta er fast á milli mánaða þá fer launaliður 9140 í fasta liði, annars einu sinni í launaskráningu “skrá laun”. | |
Greiðslutíðni: Ef notuð er önnur greiðslutíðni en mánaðarlaun þarf að passa vel uppá að dagsetningar séu innan sama mánaðar, sjá hér: Stofna útborgun í kaflanum greiðslutíðni. | |
Meðhöndlun skattkorta um áramótUm áramót þarf að yfirfara skattkortin og gera þau klár fyrir nýtt skattaár. Aðgerðin "Skattkort yfir áramót" núllstillir ónýttan persónuafslátt og setur síðasta dag ársins í síðast notað. Þeir sem hafa aðgang að því að keyra skipanir í vinstra neðra horni í Kjarna, þeir geta keyrt þessa skipun upp og hreinsað út ónýttan persónuafslátt og sett dagsetninguna síðast notað á 31.12.2017. Skipun skráð í skipanaglugga : PayEmployeeTaxCardZero.Action Upp kemur valskjár með nýja árið sjálfvalið 2018. Þar þarf að haka við Núllstilla persónuafslátt og Geyma niðurstöðu og smella loks á Framkvæma. Þá sprettur fram lítill gluggi sem segir notanda hvað Kjarni muni gera, ef það er rétt þá er valið Já, annars Nei eða Hætta við. Það er gert í hliðarvali Kjarna > Mannauður > Skattkort. Þeir sem ekki hafa aðgang að skipana glugganum þurfa að yfirfara skattkortin með þessum hætti: Fara í hliðarval Kjarna >Mannauður >Skattkort Skattkortin eru flutt í .select lista með þar til gerðu tákni í tækjaslá. Þægilegt er að nota síuna í dagsetningasvæðinu Gildir til og velja þar inn „Beyond this year“ og skoða þannig eingöngu þau skattkort sem gilda á næsta ári. Það auðveldar yfirferð. Eyða þarf út ónýttum persónuafslætti og setja dagsetningu síðasta dag eldra árs í svæðið Skattkort síðast notað. Ef sumarafleysingafólk fær að "geyma" skattkortin sín á milli ára, getur verið ráðlegt að skrá dagsetninguna 31.12.ÁÁÁÁ inn í svæðið Skattkort síðast notað til þess að sumarfólkið nýti persónuafslátt frá áramótum. | |
|
General
Content
Integrations