Flýtiráðning - Banki og skattkort
Banka- og skattkortaupplýsingum hefur verið bætt inn í flýtiráðninguna.
Endurráðning - skilyrðingar
Því hefur nú verið bætt við endurráðninguna að hún styðji skilyrðingar. Endilega sendið póst á service@applicon.is ef óskað er eftir því að skilyrða eða setja viðvörun á tiltekin svæði í endurráðningunni.
Tengingar innan fyrirtækis - meðhöndlun dagsetninga
Nú er hægt að stofna tvær færslur í spjaldinu Tengingar innan fyrirtækis án þess að vista á milli.
Dæmi Starfsmaður er ráðinn tímabundið, fyrst er skráð tímabundafærslan, síðan er færslan afrituð og starfsmaður skráður hættur frá réttum degi. Þegar færslurnar eru vistaðar þá kemur rétt endadagsetning á fyrri færsluna.
Nú er einnig hætt að eyða út nýjustu færslunni í Tengingum innan fyrirtækis og ef gleymist að breyta gildistíma næstu færslu á undan í gildir til 31.12.9999 þá kemur Kjarni með viðvörun um að færsla verði að gilda til 31.12.9999.
Þegar það hefur verið skráð er hægt að vista færslu eða Geyma og loka.
Logib flokkun fyrir jafnlaunavottun bætt á stöður
Logib flokkun fyrir jafnlaunavottun hefur verið bætt á stöður í Kjarna. Sjá nánari upplýsingar hér.
Ráðningardagsetning
Ráðningardagsetning var á tímabili ekki að sýna rétta niðurstöðu í spjaldinu Starfsmaður ef starfsmaður var með fleiri en eina Í starfi færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þetta hefur nú verið lagað.