Viðskiptavinir geta haft tengingu á milli Kjarna og Tímon. Ef óskað er eftir því að virkja slíka tengingu skal senda póst á service@origo.is.
Við uppsetningu á tengingunni þarf t.d. að samræma númer hópa/skipulagseininga og staða/starfsheita á milli Kjarna og Tímon. Einnig þarf að samræma starfsmanna-/launamannanúmer á milli kerfanna.
Stofnun og uppfærsla starfsmanns
Tengingin virkar þannig að þegar starfsmaður er stofnaður í Kjarna þá stofnast hann einnig í Tímon og þegar starfsmaður er uppfærður í Kjarna á uppfærist hann líka í Tímon. Hakað þarf að vera í svæðið "Starfsmaður í tímaskráningakerfi" í spjaldinu "Tenging innan fyrirtækis" svo starfsmaður flytjist/uppfærist á milli kerfanna.
Hættir starfsmenn
Til þess að starfsmenn merkist hættir í Tímon þegar þeir eru merktir hættir í Kjarna þarf að skrá þá við starfslok á ákveðna "Hættur" skipulagseiningu og "Hættur" stöðu í Kjarna. Þessi hættur staða/starfsheiti og hættur skipulagseining/hópur er skilgreindur í Tímon og eftir það merkjast starfsmenn hættir í Tímon frá þeim tíma sem þeir eru skráðir á þessa skipulagseiningu/stöðu í Kjarna.
Athugið að haka þarf í svæðið "Starfsmaður í tímaskráningakerfi" á hættur færslu starfsmanns í Kjarna til þess að hættur merkingin skili sér yfir í Tímon.
Innlestur frá Tímon yfir í Kjarna
Verið er að skoða sjálfvirkan bunkainnlestur frá Tímon yfir í Kjarna en í augnablikinu er innlesturinn framkvæmdur á eftirfarandi hátt:
Innlestur á viðveru eða frávikum úr Tímoni í Kjarna - er framkvæmdur í almennum bunkainnlestri.
Sá innlestur er í launahring, neðarlega hægra megin við Skoða.
Sjá nánari upplýsingar um bunkainnlestur hér.
Nýjar stöður og skipulagseiningar
Ef stofnaðar eru nýjar stöður og skipulagseiningar í Kjarna þarf handvirkt að stofna viðkomandi starfsheiti og hópa í Tímon.