Uppsetning bókhaldslykla er í gegnum Launahring. Smellt er á textann Bókhald vinstra megin við hringinn.
Í upphafi við stofnun bókhaldslykla er ferlið sem hér segir:
- Stofna Liði - sjá mynd af flæðiriti - bókhaldsaðgerðir
- Stofna Lykla
- Tengja Liði á launaliði
Þegar smellt er á kassann Liðir í flæðiritinu kemur upp tóm tafla með tveimur dálkum Bókun vísir (númer) og Bókun (nafn).
Smellt er á græna plúsinn í tækjaslánni og númer vísis og nafn bókunar slegið inn.
Hægt er að velja um Tímabil, Bókunardagur eða Færsludagur. Sjálfgefið stendur fyrir Bókunardag.
Smellt á Stofna og loka.
Ferlið endurtekið þar til búið er að stofna alla þá bókhaldsflokka sem þörf er á.