Stofna hæfni ef hún finnst ekki í lista
Bætt hefur verið við möguleika þannig að starfsmenn geti stofnað hæfni ef viðkomandi hæfni finnst ekki í lista við skráningu á hæfni. Það er stillingaratriði hvort opið sé fyrir þessa virkni, sjá nánar hér.
Starfsmannaleit og Windows innskráning
Það var ekki að virka ef skráð var inn með Windows innskráningu að smella á fyrirtæki, svið, skipulagseiningu eða stöðu á upplýsingum starfsmanns í starfsmannaleit til þess að fá upplýsingar um aðra starfsmenn sem skráðir eru á viðkomandi fyrirtæki, svið, skipulagseiningu eða stöðu. Þetta hefur nú verið lagað.
Birting námskeiða út frá markhópum
Hægt er að tengja markhópa á námskeið og starfsmannavefurinn birtir þá námskeið í Námskeið í boði út frá markhópum. Ef enginn markhópur er tengdur á námskeið þá birtist viðkomandi námskeið hjá öllum starfsmönnum en ef markhópur er tengdur á námskeið þá birtist námskeiðið eingöngu hjá þeim starfsmönnum sem tilheyra þeim markhópi sem tengdur er á námskeiðið.