Starfslýsing á stöðu
Þegar staða var stofnuð þurfti alltaf að vista hana áður hægt var að hengja starfslýsingu á stöðuna. Þetta hefur verið lagað og núna er hægt að hengja starfslýsingu strax á stöðuna við stofnun.
Staða afrituð - starfslýsing afritist líka
Þegar staða var afrituð var starfslýsingin ekki að afritast með. Þetta hefur verið lagað.
Kostnaðarstöðvar gerðar óvirkar
Núna er í boði að gera kostnaðarstöðvar sem hættar eru í notkun óvirkar líkt og hægt er að gera með stöður. Hætta þær þá að birtast í listanum yfir kostnaðarstöðvar en hægt er að birta þær með því að velja inn þær kostnaðarstöðvar sem eru með hakað í Óvirk. Þær kostnaðarstöðvar sem eru óvirkar birtast ekki í leitarlistum fyrir kostnaðarstöðvar.