Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 7 Current »

Tengja þarf hækkunarreglur inn á launatöflur auk þess sem skilgreina þarf hækkunarmynstrið fyrir þessa tilteknu launatöflu.

Farið er í Launatöflur undir Kjarni > Laun

Viðkomandi launatafla er fundin og farið í flipann Aldurshækkanir, sjá punkt nr. 1 á skjámynd. Tryggja þarf að viðkomandi launatafla sé örugglega valin, sjá punkt nr. 2. Smellt er á  hnappinn og viðkomandi hækkun er valin, sjá punkt nr. 3. Færslan er svo vistuð.

Þegar færslan hefur verið vistuð þá er smellt á , hækkunarmynstrið skilgreint fyrir viðkomandi launatöflu og breytingarnar vistaðar með því að smella á Geyma og loka.

Ef það kemur upp villa þegar hækkunarmynstrið er vistað þá hefur líklega gleymst að vista hækkunarregluna inn á töfluna, sjá punkt nr. 4 á skjámyndinni hér að ofan.

Dæmi um álagshækkun v/starfsaldurs:

Dæmi um aukaflokkahækkun v/lífaldurs:

 Dæmi um þrepahækkun v/lífaldurs:

Orlofshækkun

Laun>Launatöflur. Flipinn Aldurshækkanir valinn. Til að stofna nýja orlofsflokkahækkun er farið í punktana þrjá.

Þar er farið í græna plúsinn á valstiku.

Hækkunarregla vísir; Næsta lausa númer á hækkunarreglu.

Hækkunarregla; Velja nafn á hækkunarregluna

Starfsaldurshækkun; Velja þarf regluna sem kerfið á að fara eftir; Lífaldur, starfsaldur í fyrirtæki eða heildarstarfsaldur.

Stofna og loka.

Til að skilgreina hækkunarregluna þarf að velja hana og fara í stækkunarglerið

Starfsaldursregla; Fara í punktana þrjá til að velja inn starfsaldursreglu; Lífaldur, starfsaldur í fyrirtæki eða heildarstarfsaldur.

Starfsaldur; Setja inn árafjöldann sem þarf að vera búið að ná til að hækka um flokk.

Orlofsflokkur fé og Orlofsflokkur tímar; setja inn orlofsflokk.

Vista og loka.

  • No labels