Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 14 Current »

Mappan Gjaldheimtur inniheldur skilagreinar fyrir Innheimtur. 

Gjaldheimtugjöld eru eftirfarandi gjöld:

  • Gjöld utan staðgreiðslu (opinber gjöld) sem skilað er til Skattsins.

  • Meðlag sem skilað er til Innheimtustofnunar sveitafélaga.

  • Mögulega gjöld sem skilað er til launagreiðandans sjálfs.

  • Mögulega gjöld sem skilað er til starfsmannafélags fyrirtækisins,.

Gjaldheimtugjöld eiga það flest sammerkt að þeim er ekki hægt að skila með vefskilum. Þau þarf að skrifa í skrá og senda með tölvupósti.

Ef senda skal gjöld með tölvupósti þá þarf að skilgreina það á gjaldheimtunum sjálfum.

Hægt er að vista inn í Kjarna hvar skrár skuli vistast. Ef það er ekki gert þá man Kjarni síðustu skráningu.

Til að vista niður skráarsvæði er farið í Flipann Stillingar og þar í Gildi.

Skipunin sem skrifuð er í reitinn Nafn er PayFee.DiskPath.
Kódi er notaður til að auðvelda leit, nafnið gæti t.d. verið Skráarslóð.
Gildi er skráarslóð ásamt heiti skrár, t.d. G:\Kjarni\@PayCompanyName\@PayID_gjaldheimta.txt (@PayCompanyName sækir heiti fyrirtækis, PayID sækir númer útborgunar)

Innheimtustofnun sveitafélaga

Skilagreinum vegna meðlags til Innheimtustofnunar sveitafélaga er hægt að skila með vefskilum.

Sækja þarf um lykilorð og skrá það í Stillingar - Gildi, nafnið á gildinu er Xap.Medlagsgreidslur.Veflykill.1 ( einn er fyrir fyrirtæki nr.1 ) lykilorðið sjálft er sett í Gildi.

Í stofnupplýsingum Innheimtna þarf að velja tegund vefþjónustu.

Þegar búið er að setja inn þessar stillingar er hægt að fara í Skila úr launahring, hægri smella á möppuna Gjaldheimtur og velja "Senda með vefskilum".


  • No labels